Leiðir skiljast á ný.....
Já, tíminn líður hratt... Guðrún mín kæra fór af landi brott fyrr í dag...., eins konar farfugl sem hefur nú flogið suður á bóginn n.t.t. til Spánar í leit að ævintýrum og ef til smá tungumálakennslu.. úúúú! Við náðum nú að gera nokkra hluti sem við ætluðum okkur; fórum í ísbíltúr, fengum okkur heitt kakó, fórum á kaffihús og svo var líka einu litlu djammi komið við í gærkvöldi. Það var nú bara alveg hið ágætasta en ég sé ekki framá að munu djamma neitt mikið í haust. Ég á við hvimleiðan vanda og fjanda að stríða- þynnku! Það er eiginlega alveg sama hvað ég drekk eða hversu mikið, ég verð alltaf þunn. Mér finnst það bara ekki þess virði... enda þarf ég að vera ógó skipulögð og læra eins og bavíani á þessari blessuðu haustönn þrátt fyrir að hafa flutt til áfanga.
Það styttist óðum í Köben... einungis 3 dagar! Jibbí kóla... :)
K8
0 Comments:
Post a Comment
<< Home