Sunday, September 25, 2005

Klaufavilla

VR er með auglýsingu í gangi í sjónvarpinu þar sem að kona breytist í karl á endanum af því að þannig fær hún hærri laun. Hún er semsagt klædd í jakkaföt og gengst undir alls konar breytingar; breytir um háralit, grennist & lengist og allan þennan tíma er hún klædd í jakkaföt. En takið nú eftir einu... eða ég tók allavega eftir þessu: Í byrjun er konan í þessum jakkafötum og MEÐ BINDISNÆLU.. svo gengst hún undir allar þessar breytingar en þegar hún hefur lagst undir hnífinn til að breytast karl er hún EKKI lengur með bindisnæluna. Segir mér svo hugur um að þetta hafi ekki átt að vera svona....

Allavega, varð að koma þessu frá mér :)

K8

Friday, September 23, 2005

Þakklæti

.. Var að koma heim úr skólanum, en ég bý í landi þar sem mér gefst kostur á að mennta mig. Ég keyrði heim, settist niður og fékk mér að borða. Ég bý semsagt á heimili þar sem er til er matur. Ég tók upp Morgunblaðið og byrjaði að fletta því í gegn... en í landinu sem ég bý í er lýðræðislegt stjórnarfar og fjölmiðlun frjáls (sleppum hér bláum og rauðum kreddum). Á forsíðu blaðsins segir að fjöldi manns þurfi að flýja heimili sín sökum ótta við að fellybylur muni leggja þar allt í rúst... Í landinu sem ég bý í er lítil sem engin hætta á fellibyljum (þó svo að leifar sumra geri einstaka sinnum vart við sig.) Ég les áfram. Einhverjir að nöldra um skipulag Vatnsmýrarinnar og aðrir sem undra sig á umhverfisskipulagi þar sem væntanlegt tónlistarhús mun rísa.... mikilvægir hlutir að mati sumra. Ég les áfram, fletti að vanda yfir allar íþróttasíðurnar... þær eru ekki að mínu skapi. Mætti nýta þær í að fræða um hluti sem virkilega skipta máli. Ég hef allt frá barnsbeini haft það fyrir reglu að lesa minningargreinar fólks og er sá lestur í dag kveikjan að þessari ígrundun minni. Ung stúlka, tveimur árum yngri en ég, var bráðkvödd í Kaupmannahöfn. Par á besta aldri lést í sjóslysi á Viðeyjarsundi. Þetta gætu hafa verið þú og ég. Einhvern daginn verða þetta þú og ég eða einhverjir sem að standa okkur nærri. Það er óumflýjanlegt. Hvaða máli skiptir Vatnsmýrin ef þú misstir besta vin/vinkonu/fjölskyldumeðlin?? Engu. Það er ekki sjálfgefið að búa í landi þar sem nóg er af öllu, lýðræðislegt stjórnarfar ríkir, náttúruhamfarir sem útrýma þúsundum dynja ekki yfir, og manni gefst kostur á að mennta sig. Þetta eru forréttindi. Minnum hvert annað á það reglulega og njótum þeirra samverustunda sem við eigum með þeim sem eru okkur kærir... það eru þeir hlutir sem mann ber skylda að vera þakklátur fyrir.

K8

Thursday, September 22, 2005

Umferðar-daðrari

Jújú, ég viðurkenni það: Ég er umferðardaðrari. Hvað felur það í sér? Jú, ég er þessi týpa sem skoðar sig um í umferðinni, horfir á fallegt umhverfið og þá sérstaklega í baksýnisspeglinum. Þetta er ansi skemmtilegt sport... sérstaklega ef að einhver fer hjá sér. Ég hef sett saman ljóð er tengist þessu viðfangsefni og hljóðar það svo:


Ást á rauðu ljósi

Þú rennir upp við hlið mér,
ég lít á þig.
Við höfum aðeins þrjátíu sekúndur...
Augu okkar mætast,
ég lít undan.
Augu okkar mætast,
þú lítur undan.
Vandræðalegt bros.
Svo beygir þú til hægri,
en ég held áfram á
grænu ljósi.

K8

Monday, September 12, 2005

Köben 2005

Já, komin heim í haustveðrið hér á Fróni eftir fimm daga dvöl í sól og hita í Kóngsins Köben...
Þetta var algjör snilld frá A-Ö. Ég var að heimsækja eðalkvendin Ingunni, Hafdísi og Írisi sem eru skólasystur mínar en sem stendur eru þær að nema matreiðslufræði þar ytra. Við djömmuðum rosalega mikið og lentum m.a. inn í einhverju einkapartýi útaf einhverri alþjóðlegri bankaráðstefnu sem var í gangi... Við vöktum mikla lukku enda var þorri gesta karlmenn um og yfir sextugt. En það var opinn bar og við fúlsum ekki við fríu áfengi o svei-NEI! Svo var það nú svo skemmtilegt að við hittum Norðmenn frændur mína þarna. Þá var þetta hópur verkfræðinga sem var samankominn að djamma í Köben, held að þetta hafi verið svona nokkurs konar hópefli sem var greinilega að svínvirka. Þeir voru svona ansi frambærilegir og voru ekkert að spara norsku krónurnar hvað drykkina varðaði og í því samhengi hef ég nú eignast nýtt uppáhalds skot : Galliano hot shot-.. þeir hafa náttúrulega olíuna og svoleiðis. Svo var náttúrulega verslað heilmikið pá Ströget.. kunni vel við mig þar og LOKSINS LOKSINS smitaðist ég af verslunar-bakteríunni og eina lyfið við henni er að strauja Atlann óspart sem var og gert... seinnitíma vandamál.
Svo var það líka svo ansi skemmtilegt að hún Íris fékk heimsókn frá móður sinni og systur og komu þær mjög sterkar inn í hönnunar-og lífstíls hornið á Gammel Kongvej 25. Þær hristu í sameiningu fram dýrindis kræsingar, túnfisk og furuhnetur, .. fylltar grísalundir og hvaðeina!! Ég hef bara sjaldan lent í eins svaðalegum málsverði, og vín í öllum litum og af öllum styrkleika... Lillan ég bara að gera góða hluti með þessum þroskuðu konum. Svo er líka gaman að segja frá því að ég hitti hana Völu snúllu mína og kærasta hennar á djamminu .. við tókum snúning af bestu gerð.. vííííí..
Myndir eru semsagt komnar inn..... P.s. þetta rauða og hvíta er makrílsalat með majonesi og þrátt fyrir að vera majones-aðdáandi mikill þá lét ég þetta ekki inn fyrir mínar varir... sussu svei ó -NEI.. :)

K8

Saturday, September 03, 2005

Leiðir skiljast á ný.....



Já, tíminn líður hratt... Guðrún mín kæra fór af landi brott fyrr í dag...., eins konar farfugl sem hefur nú flogið suður á bóginn n.t.t. til Spánar í leit að ævintýrum og ef til smá tungumálakennslu.. úúúú! Við náðum nú að gera nokkra hluti sem við ætluðum okkur; fórum í ísbíltúr, fengum okkur heitt kakó, fórum á kaffihús og svo var líka einu litlu djammi komið við í gærkvöldi. Það var nú bara alveg hið ágætasta en ég sé ekki framá að munu djamma neitt mikið í haust. Ég á við hvimleiðan vanda og fjanda að stríða- þynnku! Það er eiginlega alveg sama hvað ég drekk eða hversu mikið, ég verð alltaf þunn. Mér finnst það bara ekki þess virði... enda þarf ég að vera ógó skipulögð og læra eins og bavíani á þessari blessuðu haustönn þrátt fyrir að hafa flutt til áfanga.

Það styttist óðum í Köben... einungis 3 dagar! Jibbí kóla... :)

K8