Friday, November 14, 2008

Dagurinn í dag var frábær.

Af því að ég framkvæmdi það sem ég hugsaði. Einfalt. Basta.

K8

Thursday, November 13, 2008

Allt þarf að komast út einhvern veginn

Það býr heimur innra með okkur- en hann er bara sýnilegur einni manneskju, þér sjálfum. Það þýðir ekki að hugsa endalaust inni í sér og gera ráð fyrir að umhverfið skilji hugsanir þínar, líðan og pælingar. Þú þarft að segja þinn hug, án þess geturðu aldrei átt von á því að verða skilinn- né heldur að á þig verði hlustað. Þú verður að tala út- þú verður að miðla sjálfum þér á skýran hátt. Orð eru svo máttug og megnug- og svo gjöful. Ég er að læra að tala.

K8

Tuesday, November 11, 2008

Snertiþörf

Mig vantar að knúsa fast, faðma þétt - finna hálsakot; mér yrði létt. Láta hjartastöðvar mætast. Langar að halda í hönd, - finna vin, finna bönd. Hugurinn myndi kætast. Líkami þreyttur er, vill fara í bað- þráir það.... en samt í sturtu fer. Þögul þörfin innra með mér öskrandi vill komast út.

K8

Friday, November 07, 2008

Holland..

...var vægast sagt áhugavert.

Konunglega skemmti ég mér, fræddist, upplifði, rautt, skoðaði, kynntist betur- ýmsu á meðan dvölinni stóð. Mikið var gott að faðma fast aftur- knús í hjartastöðina er ómetanlegt. Margar borgir- Amsterdam, Arnhem, Haag- vatn og síki, mmm....

Langt lestarferðalag- 12-14 tímar er áhugavert. Fólk er áhugavert. Að eiga samtal við ókunnugan um tilgang lífsins eftir svefnlausa nótt- í klefa sem er með bilaða miðstöð og er í raun fremur gufubað getur verið afar sérstakt. En maður kemst ekki neitt... maður á þetta samtal og þessi manneskja verður hluti af ferðalaginu.

Ljósbleik dögun, með fjólugrárri morgunþoku milli haustlitaðra trjáa... ljósbláir, túrkísbláir litir í bland á himninum líka. Fallegt sjónarspil- og með húðflúraðan rokkara- sessunaut sem spilar motorhead svo hátt í eyrunum á sér að ég heyri það í gegnum tónlistina mína... já, það er ákveðin stemning og ákveðinn sjarmi yfir því.

En tíminn líður hratt- vika liðin af nýrri lotu, nýir kennarar; ný verkefni. Tempus Fugit. Spennandi tímar og nýtt ferðalag á morgun- inn á Austurrískt heimili lengst í Ölpunum í vestri :)

K8