Monday, October 31, 2005

Máltak

"Það er ekki eftir sem búið er!" sagði nunnan og skeindi sér áður en hún skeit.....

Þetta máltak á ansi vel við þegar undirbúningur fyrir kennslu, æfingar fyrir danssýningar o.fl. eru í hámarki og krefjast nákvæmrar forgangsröðunnar til að allt gangi upp á réttum tíma og ekkert sitji eftir á hakanum.... en sumu er auðvitað aldrei hægt að flýta fyrir :)

1 dagur í vetrarfrí.. :)

K8

Thursday, October 20, 2005

C-vítamín

Ég hef unun af því, og hef alltaf haft, að spá og spekúlera í máli og málvenjum. Mér finnst afar heillandi þegar fólk kann að koma fyrir sig orði og notar myndmál og tilvísanir ýmis konar til að glæða mál sitt lífi. Ég aðhyllist hreintungustefnu og vil að við varðveitum íslenska tungu sökum þess hversu fámenn þjóð við erum og þeirrar staðreyndar að málið hefur harla lítið breyst í aldanna rás...

Ég er nú einu sinni að læra að verða enskukennari og með tilliti til þess hef ég mikið pælt í þýðingu orða og máltaka. Getur það verið bráðskemmtileg afþreying en á það þó stundum til með að verða að þráhyggju... sem er ekki alveg jafnbráðskemmtileg. Nú hefur gífurleg þörf myndast innra með mér til að uppræta afar landlæga og almenna villu sem tengist þeim saklausa hlut; LÍMONAÐI

Leyfið mér að útskýra.... (mig klæjar í fingurna af kátínu við skriftir þessar)

Lemon = Sítróna
Lime= Límóna
Þar af leiðir=
Lemonade= SÍTRÓNAÐI... EKKI LÍMÓNAÐI!!!! (gífurlegu fargi er af mér létt tíhíhhí)

Enda samkvæmt merriam-webster online dicitonary er lemonade drykkur sem gerður er úr sítrónum en ekki límónum:

Main Entry: lem·on·ade
Pronunciation: "le-m&-'nAd
Function: noun: a beverage of sweetened
lemon juice mixed with water

K8

Tuesday, October 18, 2005

Klukk...

Ég var klukkuð af fló sem hefur það í för með sér að ég þarf að skrifa fimm staðreyndir um sjálfa mig ... ef ég er að skilja þetta rétt. Allavega here goes.;

1) Ég er natural born kuldaskræfa. Svo mikil kuldaskræfa að á mallorca '04 svaf ég undir tveimur lökum og tveimur flísteppum og var samt kalt. Svo mikil kuldaskræfa að ég hef sett sokkana mína einstöku sinnum í örbylgjuofninn áður en ég fer í þá á morgnana til þess að þeir séu heitir.

2) Ég get brotið tunguna á mér í þrennt og blásið lofti útum augun svo það koma "bubblur" í vatni.

3) Ég er þekkt fyrir góða matarlyst gegnum tíðina; borðaði sex pylsur í barnaafmæli þegar ég var 8 ára og setti persónulegt met þegar ég borðaði fjóra hamborgara í einu.

4) Ég kveikti einu sinni á jólatrénu á Austurvelli.

5) Ég er meðlimur í hljómsveitinni "Tvímenningsbandið Fló og Flítrit og Guðrún má vera með ef hún vill"


... Ég klukka Tómas bróður!

K8

Sunday, October 16, 2005

Let the games begin!

Já, þá hefst það á morgun. Fimm vikna vettvangsnám. Blendnar tilfinningar; tilhlökkun/kvíði... reyndar koma nokkrir sönglagatextar (eða textabrot) komið upp í hugann á þessari stundu:

-Hvað það verður veit nú enginn vandi er um slíkt að spá,
eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá!

-Það er leikur að læra,
leikur sá er mér kær.
Að vita meira og meira,
meir'í dag en í gær!

Jájá... þetta er nú svona sniðugt, en tempus fugit og allt það og bráðum koma blessuð jólin... ég ætla að enda þetta á broti úr enn einum sönglagatextanum sem á einkar vel við á þessari ögurstundu:

-I'm a survivor, I'm gonna make it!

K8

Friday, October 14, 2005

All work and no play makes k8 a dull girl

Ég er andvaka.

Ég er einhverf.

Afleiðingar einhverfrar andvöku:






















K8

Saturday, October 08, 2005

Úti að aka

Akkúrat núna á ég að vera að skipuleggja fimm vikna vettvangsnám sem hefst á mánudaginn eftir viku. Þegar ég þarf að setjast niður og gera svoleiðis hluti þá finn ég mér yfirleitt eitthvað annað að gera sem ég eyrnamerki "bráðnauðsynlegt að ljúka áður en ég get byrjað að læra". Yfirleitt er það nú bara að taka til í holunni minni en þar sem hún er óvenju snyrtileg þá ætla ég að eyða tímanum í að pára í netheimum.

Umferðaryfirsýn
Hvað er nú það? Jú þetta er meðvitund okkar í umferðinni um hvernig við högum keyrslu okkar. Fólk hefur misgóða umferðaryfirsýn. Sjálf tel ég mig hafa bara mjög góða slíka yfirsýn en móðir mín gæti ekki verið meira ósammála. Henni finnst glanni og eins og hún orðaði það "agressífur bílstjóri". Hún má hafa sína skoðun það er jú hennar réttur. Að mínu mati tilheyrir hún þeim hópi sem heldur sig á hægri akgrein alla leið úr Kópavogi niður í bæ, bara af því að hún þarf að beygja til hægri á einhverjum ljósum á Snorrabraut. Ég er ekki að vera leiðinleg, þetta er bara staðreynd. Annar leiðinlegur eiginleiki fólks er að gefa ekki stefnuljós (reyndar gerist ég oft sek um það þannig að það verður ekki lastað neitt alltof mikið) þetta er allavega pirrandi ef maður er segjum að beygja til hægri frá Háskóla Íslands inn á Hringbrautina þar sem er mikil umferð og tekur stundum langan tíma að smeygja sér inn í, ef það svo kemur bíll og hann beygir inn þegar þú hefðir hæglega komist inná akbrautina. Parallel parking, mín sérgrein. I am the queen of parallel parking. Þetta er ekki hæfileiki sem allir hafa og sem mér finnst að ökukennarar ættu að beita sér fyrir í kennslu sinni. Ég lærði þetta ekki í ökuskólanum. Mér var kennd þessi snilldaraðferð við þetta löngu eftir að ég fékk prófið, betra seint en aldrei! Var í bíl um daginn með ónefndri stúlku og við vorum að keyra í Austurstrætinu og ætluðum að finna stæði. Það voru fullt af stæðum þarna en þau kröfðust öll samsíða keyrslu. Hún treysti sér ekki í þetta og því þurftum við að labba frá planinu hjá Kolaportinu í nístingskulda að kaffihúsinu í stað þess að leggja beint fyrir utan.
Góð umferðaryfirsýn felur það semsagt í sér að geta lagt vel, vera útsjónarsamur í akgreinavali með tilliti til þess að lenda ekki í umferðaröngþveiti, sýna tillitsemi, vera ekki í sunnudagsbíltúr alla daga vikunnar og fylgja umferðarhraða. Þetta síðastnefnda er að mínu mati afar mikilvægur hlutur því að ef öll umferðin t.d. á Kringlumýrarbrautinni er að keyra í 110 þá keyrir þú ekki á 70-80 bara af því það stendur á skiltinu. Ef þú gerir það þá ert það ÞÚ sem ert að skapa hættuna með því að keyra of hægt.
Backseat drivers,.. hmmm :) ok, ég skal reyna að sitja á mér með það ef fólk getur komið til móts við mig og reynt að öðlast betri umferðaryfirsýn.

K8


Wednesday, October 05, 2005

Einkamál.(m)is?

Fólk virðist sammála um að date-menningin á Íslandi sé ekki alveg í blóma þessa dagana eða bara yfir höfuð. Fólk á Íslandi býður ekki hvoru öðru mikið út, að sjálfsögðu eru undantekningar á þessu - sem betur fer. Bíóferðir hafa löngum verið vinsælar.. ég skil ekki alveg afhverju því þær bjóða engan veginn upp á samræður og við þurfum jú að tala við manneskjuna ef við ætlum að kynnast eitthvað betur. En einhvers staðar þarf þó að byrja. Nú hefur tækninni fleygt mjög svo fram á sl. áratugum og þarf lítið annað en að kveikja á tölvunni, vafra yfir á einkamál.is svo einhver dæmi séu nefnd og velja þar einhver leitarskilyrði við hæfi... BINGÓ! þú ert kominn á deit.
... Sniðugt? ... Tja,.. nja.. veitiggi, ok, verður að viðurkennast að ég er mjög skeptísk á þessa leið til að kynnast fólki.
Þegar maður hrífst af einhverjum (nú náttúrulega tala ég bara út frá minni eigin reynslu) þá er það yfirleitt af því það er eitthvað í fari; útgeislun, útlit, talandi, augnaráð o.s.frv. sem hrífur mann. Þetta er eitthvað sem gerist í sama tíma og rúmi. Hmm.... ok kannski ekki strax í rúminu hohohoh ... þessi var alveg 2*5-aurabrandara virði. En þið sjáið hvert ég er að fara. Þetta er eitthvað sem gerist vegna raunverulegra face-to-face samskipta. Mér finnst einkamál.is svolítið vera til að slá ryki í framan í þann sem leitar. Auðvelt er að hrífast af einhverjum sem er með háleit sjónarmið, hrífandi og exótísk áhugamál og les franskar bókmenntir á frummálinu í tómstundum sínum. En þetta er svolítið yfirborðskennt.... Sjarminn við það að kynnast manneskju og komast að því hvað henni finnst áhugavert með því að eyða tíma með henni og tala við við hana er svo langtum meira heillandi heldur en birtan af tölvuskjánum. Eins er með þetta eins og bachelorinn- hann yfirleitt stjörnum prýddur til að slá ryki í augu yngsmeyjanna og þær "telja sér trú um" að þær séu hrifnar. Sjálfsblekking er furðu algengt fyrirbæri. Fullt af fólki á eflaust við einhvers konar samskiptavandamál að stríða og feimni, er jafnvel bara bælt og í því samhengi er einkamál.is kannski sniðug leið. Og frekar örugg ef maður er hræddur við að fá höfnun.... viðkomandi hefur ekki séð manneskjuna heldur einungis prófílinn og þarf ekki að takast á við það að halda andlitinu ef ske kynni að höfnun yrði uppi á teningnum. Úúúúúú... höfnun.. hún er erfið, getur verið ands***i leiðinleg og þá sérstaklega fyrir egóið en hún er nauðsynleg. Maður HERÐIST. Ú je.. been there.
Samt sem áður, afhverju að spila alltaf on the safe side of life... það er bara plane boring. Engin afrek hafa unnist með því að taka ekki áhættu... líttu bara í kringum þig. Auk þess er fullt af fólki, bæði hugsjúku og með mjög svartan húmor sem þætti virkilega gaman að rugla í fólki sem er að leita að stóru ástinni sinni á netinu. Að sjálfsögðu meinfyndið og afar freistandi, ég neita því ekki en jafnframt frekar illkvittið. Við viljum ekki vera svoleiðis.
Ég veit ekki um nein sambönd sem kviknað hafa á ljósvakamiðlum og enst, jú kannski eitt.... Svanhildur og Logi -hohoho.. (ég ætti að fá borgað fyrir 5-aurabrandarana mína.).. en það telst ekki með. Það væri mjög forvitnilegt að heyra dæmi þess að slík sambönd hafa enst...

K8

Einn í lokin:
How do cows eynjoy themselves in the evenings?
-They go to the moo-vies :)