Úti að aka
Akkúrat núna á ég að vera að skipuleggja fimm vikna vettvangsnám sem hefst á mánudaginn eftir viku. Þegar ég þarf að setjast niður og gera svoleiðis hluti þá finn ég mér yfirleitt eitthvað annað að gera sem ég eyrnamerki "bráðnauðsynlegt að ljúka áður en ég get byrjað að læra". Yfirleitt er það nú bara að taka til í holunni minni en þar sem hún er óvenju snyrtileg þá ætla ég að eyða tímanum í að pára í netheimum.
Umferðaryfirsýn
Hvað er nú það? Jú þetta er meðvitund okkar í umferðinni um hvernig við högum keyrslu okkar. Fólk hefur misgóða umferðaryfirsýn. Sjálf tel ég mig hafa bara mjög góða slíka yfirsýn en móðir mín gæti ekki verið meira ósammála. Henni finnst glanni og eins og hún orðaði það "agressífur bílstjóri". Hún má hafa sína skoðun það er jú hennar réttur. Að mínu mati tilheyrir hún þeim hópi sem heldur sig á hægri akgrein alla leið úr Kópavogi niður í bæ, bara af því að hún þarf að beygja til hægri á einhverjum ljósum á Snorrabraut. Ég er ekki að vera leiðinleg, þetta er bara staðreynd. Annar leiðinlegur eiginleiki fólks er að gefa ekki stefnuljós (reyndar gerist ég oft sek um það þannig að það verður ekki lastað neitt alltof mikið) þetta er allavega pirrandi ef maður er segjum að beygja til hægri frá Háskóla Íslands inn á Hringbrautina þar sem er mikil umferð og tekur stundum langan tíma að smeygja sér inn í, ef það svo kemur bíll og hann beygir inn þegar þú hefðir hæglega komist inná akbrautina. Parallel parking, mín sérgrein. I am the queen of parallel parking. Þetta er ekki hæfileiki sem allir hafa og sem mér finnst að ökukennarar ættu að beita sér fyrir í kennslu sinni. Ég lærði þetta ekki í ökuskólanum. Mér var kennd þessi snilldaraðferð við þetta löngu eftir að ég fékk prófið, betra seint en aldrei! Var í bíl um daginn með ónefndri stúlku og við vorum að keyra í Austurstrætinu og ætluðum að finna stæði. Það voru fullt af stæðum þarna en þau kröfðust öll samsíða keyrslu. Hún treysti sér ekki í þetta og því þurftum við að labba frá planinu hjá Kolaportinu í nístingskulda að kaffihúsinu í stað þess að leggja beint fyrir utan.
Góð umferðaryfirsýn felur það semsagt í sér að geta lagt vel, vera útsjónarsamur í akgreinavali með tilliti til þess að lenda ekki í umferðaröngþveiti, sýna tillitsemi, vera ekki í sunnudagsbíltúr alla daga vikunnar og fylgja umferðarhraða. Þetta síðastnefnda er að mínu mati afar mikilvægur hlutur því að ef öll umferðin t.d. á Kringlumýrarbrautinni er að keyra í 110 þá keyrir þú ekki á 70-80 bara af því það stendur á skiltinu. Ef þú gerir það þá ert það ÞÚ sem ert að skapa hættuna með því að keyra of hægt.
Backseat drivers,.. hmmm :) ok, ég skal reyna að sitja á mér með það ef fólk getur komið til móts við mig og reynt að öðlast betri umferðaryfirsýn.
K8
Umferðaryfirsýn
Hvað er nú það? Jú þetta er meðvitund okkar í umferðinni um hvernig við högum keyrslu okkar. Fólk hefur misgóða umferðaryfirsýn. Sjálf tel ég mig hafa bara mjög góða slíka yfirsýn en móðir mín gæti ekki verið meira ósammála. Henni finnst glanni og eins og hún orðaði það "agressífur bílstjóri". Hún má hafa sína skoðun það er jú hennar réttur. Að mínu mati tilheyrir hún þeim hópi sem heldur sig á hægri akgrein alla leið úr Kópavogi niður í bæ, bara af því að hún þarf að beygja til hægri á einhverjum ljósum á Snorrabraut. Ég er ekki að vera leiðinleg, þetta er bara staðreynd. Annar leiðinlegur eiginleiki fólks er að gefa ekki stefnuljós (reyndar gerist ég oft sek um það þannig að það verður ekki lastað neitt alltof mikið) þetta er allavega pirrandi ef maður er segjum að beygja til hægri frá Háskóla Íslands inn á Hringbrautina þar sem er mikil umferð og tekur stundum langan tíma að smeygja sér inn í, ef það svo kemur bíll og hann beygir inn þegar þú hefðir hæglega komist inná akbrautina. Parallel parking, mín sérgrein. I am the queen of parallel parking. Þetta er ekki hæfileiki sem allir hafa og sem mér finnst að ökukennarar ættu að beita sér fyrir í kennslu sinni. Ég lærði þetta ekki í ökuskólanum. Mér var kennd þessi snilldaraðferð við þetta löngu eftir að ég fékk prófið, betra seint en aldrei! Var í bíl um daginn með ónefndri stúlku og við vorum að keyra í Austurstrætinu og ætluðum að finna stæði. Það voru fullt af stæðum þarna en þau kröfðust öll samsíða keyrslu. Hún treysti sér ekki í þetta og því þurftum við að labba frá planinu hjá Kolaportinu í nístingskulda að kaffihúsinu í stað þess að leggja beint fyrir utan.
Góð umferðaryfirsýn felur það semsagt í sér að geta lagt vel, vera útsjónarsamur í akgreinavali með tilliti til þess að lenda ekki í umferðaröngþveiti, sýna tillitsemi, vera ekki í sunnudagsbíltúr alla daga vikunnar og fylgja umferðarhraða. Þetta síðastnefnda er að mínu mati afar mikilvægur hlutur því að ef öll umferðin t.d. á Kringlumýrarbrautinni er að keyra í 110 þá keyrir þú ekki á 70-80 bara af því það stendur á skiltinu. Ef þú gerir það þá ert það ÞÚ sem ert að skapa hættuna með því að keyra of hægt.
Backseat drivers,.. hmmm :) ok, ég skal reyna að sitja á mér með það ef fólk getur komið til móts við mig og reynt að öðlast betri umferðaryfirsýn.
K8
1 Comments:
"Ég er ekki að vera leiðinleg, þetta er bara staðreynd. Annar leiðinlegur eiginleiki fólks..." þarna talaðir þú af þér. mistök áttu sér stað. got you!
Post a Comment
<< Home