Sunday, May 28, 2006

Kexið í kálinu

Ritzkex í dag- súkkulaðikex á morgun. Hver veit?

K8

Saturday, May 27, 2006

Djammmmmmmmmmmm :)


Þegar dansstúlkur djamma þá er ekkert til sparað. Fyrst var grillað og þar sem ég er þekkt fyrir einfaldleika og fljótlegheit í matargerð þá kom ég með pylsur. Þjóðarréttinn sjálfan. Aðrir komu með marineraðar steikur bakaðar kartöflur og meðlæti. Þetta minnti mig óneitanlega á nordjobb sumarið í Svíþjóð 2003 þegar ég bjó með 17 finnskum stúlkum sem voru alltaf að sjóða kartöflur, elda og baka. Það var sumarið sem ég lifði á Billies örbyrgjupizzum og McDonaldshamborgurum. (Staðurinn var semsagt í styttri fjarlægð heldur en matvörubúðin). Læt eina mynd fylgja með. Ég hélt mig þó við pylsurnar lystugu, þrátt fyrir að hafa fengið boð um "hreinni" náttúruafurð.

Oft getur verið skemmtilegt að fylgjast með hvernig samræður breytast yfir borðhaldi. Við fórum t.d. að tala um að það væri ekkert að því að borða dýr og skjóta þau með byssu í hausinn í sláturhúsi. En svo ef þetta hefði verið hann Gráni úti á Túni, þá þótti sumum það annað mál. Ég held ég vildi frekar borða Grána minn en að Láta hann fara til spillis. Eins og Þór Magnússon Óðalssbóndi mælti í Dalalífi "Ég borða ekki vini mína"-en svo fannst hann sjálfur að grilla sér kjöt úti í runna. Og þar með skaut hann sjálfan sig með hálfgerðri kindabyssu í fótinn.

En áfram með gærkvöldið....

Við héldum áfram að drekka og borða og vorum flest að fagna próflokum og sýningalokum þannig að það var ekki beinlínis verið að spara til með veigarnar, hvorki í föstu né fljótandi formi. Einhvern tímann heyrði ég "Beer in your wine, and you'll be fine", "wine in your liquor and you'll get sicker"... Framvegis blæs ég á þær mýtur. Þetta blandast allt saman í mallanum og ég er allavega bara mjög hretz í dag :) Sá tími ársins er samt kominn að það er orðið bjart úti þegar maður er að fara heim af næturlífinu. Allavega þegar það er kl. hálfssex.

Við leigðum okkur limmósínu til að koma með stæl í bæinn. Þar sem ég er vön að ferðast með limmósínum þessa lands þá verð ég að segja að eðalvagnsbílstjórinn í gær hafi verið alveg sérstaklega umburðarlyndur. Við stilltum á alls konar skemmtilega dansstelputónlist og það var mjög gaman. Svo máttum við líka hafa alla drykkina með okkur í bílinn- sem er kostur framyfir leigubíla. Limmósínan kostaði mig helmingi minna frá Mosfellsbæ og niður í miðbæ Reykjavíkur heldur en frá bænum og heim í Kóp. Reyndar þurfti ég að sjá um að borga hann ein.

Sumarið er allavega byrjað:)

K8


Thursday, May 25, 2006

30 dagar í brautskráningu

Ég hef fengið einkunn fyrir lokaritgerðina :)

K9

Wednesday, May 24, 2006

Hvar er fjarstýringin þegar hennar er þörf?

Ég er núna búin að týna fjarstýringunni. Ég á það til að týna öllu mjög oft. Mjööög oft. Ég var að borða svo mikið af eggjum og baconi að ég get ekki einu sinni staðið upp til að leita að henni. Barnatíminn er í sjónvarpinu. Ekki að undra hvernig æskan er orðin nú til dags þegar þetta er það sem fyrir augum ber.

Núna er þáttur um Guffa og hann er að læra að synda. Fyrst er verið að kenna hvernig á að læra að skipta um föt í baðklefa. Guffa tekst það ekki, og baðklefinn var rétt í þessu að detta ofan í sjóinn. Þannig drukknar fólk- en það fylgdi ekki sögunni. Það kom einu sinni fyrir kærustupar í Noregi þar sem Bestemor og Bestefar bjuggu. Kærustuparið var að kela úti á bryggju ofan í svefnpoka sem rúllaði ofan í sjóinn og þau drukknuðu bæði. Núna er Guffi að læra að stökkva á stökkbretti, hann datt ofan í tóma sundlaug og fór í gegnum steinsteypuna. Frekar fyndið. Hahahah.

Á undan þessum barnatíma var svona "fræðslubarnatími". Þegar ég var lítil þá var það "Líf í nýju ljósi", sem var reyndar mjög vitsmunlegur þáttur, sem fræddi börn. Hann kenndi mér rosalega mikið um mannslíkamann og rauðu og hvítu blóðkornin o.s.frv. Núna veit ég ekki alveg hversu mikil fræðsla var í gangi. Það var semsagt einn strákur, sem átti appelsínugulan gullfisk. Gullfiskurinn var líka rangeygður sem mér fannst draga úr trúverðugleika hans. (Þeir hefðu getað haft fiskinn með gleraugu fyrst að hann gat verið með rúm og sæng og kodda ofan í fiskabúrinu). Svo var semsagt gullfiskurinn að fræða strákinn um íkorna. Og að íkornar væru ekki með vængi heldur með skinnbúta á milli fram og afturlappanna. Þar af leiðandi flygju þeir ekki. Þeir svifu um loftin þar til þeir lentu á næstu grein. Þetta var það eina sem var talað um þessum þætti- þennan flugíkorna. Börn hafa alveg stærri heila en að þau taki bara inn upplýsingar um einn flugíkorna og skinnbútinn hans í tuttugu mínútur.

Annars er kvöldmaturinn aðeins farinn að sjatna í mér og ég ætla að halda leitinni áfram að fjarstýringunni.

K8

Sunday, May 21, 2006

Mér er spurn

Erfiðar aðstæður

Ég er föst.
Reyndar alveg pikkföst.
Ég kemst hvorki aftur á bak né áfram.
Síminn minn er batteríslaus.
Ég get ekki einu sinni hringt á vöku-bíl.
Ohhhh..... pirringur.
Það er ennþá næturfrost.
Á ég að ganga tilbaka að næsta bæ?
Á ég að bíða eftir dagrenningu og halda svo áfram?
Verður kannski bara gluggaveður enn einn daginn?
Stundum þarf bara að bíta á jaxlinn og halda áfram.
Þó það sé kalt.
Mjög oft gluggaveður úti þessa dagana.
Ég fer stundum út, en sjaldan núorðið.
Er oft ekki nægilega vel klædd og verður þá kalt.
Þarf að fara heim, fara í þykkari peysu.
Jafnvel dúnúlpu.
Stundum er nauðsynlegt að vera vel klæddur.
Hrollur getur verið lengi að hverfa úr líkamanum.
Ég fór út um daginn.
En ég var ekki nægilega vel klædd, langt í frá.
Ég hélt í alvöru að sumarið væri komið.
En það var misskilningur- mikill misskilningur.
Hvenær kemur eiginlega sumarið?
Skyldi það einhvern tímann koma?
Hvenær koma hlýjar íslenskar sumarnætur aftur?
Mörgum spurningum greinilega ósvarað.
Skyldi ég nokkurn tímann fá svör við þeim?
Ég veit það ekki.
Ég veit bara ekkert um það.
Æ fuck it.
Það kemur í ljós- eins og allt annað.


K8

Friday, May 19, 2006

Sarcastic and witty- neither nice nor pretty


My humour isn´t understandable to everyone. If you don't like it then feel free to leave the room at any time.

K8

Að vera mannlegur

Einhvern tímann fyrir ekki svo löngu síðan komu hér á síðunni upp vangaveltur um að ráða mætti í fólk og hvaða mann það hefur að geyma með því að skoða hvað það bloggar ekki um.

Fullkomnunarárátta er eitthvað sem ég hef aldrei fjallað um í Netheimum til þessa.

Ég var búin að biðja þá sem fengju að glugga í lokaritgerðina mína um að segja mér ekki frá því ef þeir finndu stafsetningarvillur, því þeim fengi ég ekki breytt úr þessu og vildi því ekki vita af þeim. Sjálf hef ég ekki lesið ritgerðina mína aftur af því að ég er hrædd um að finna stafsetningarvillur. Hrædd um að hafa gert mistök, eitthvað sem ég átti að hafa séð fyrir og hugsað í framhaldinu af því "Andsk... afhverju í helv.... sá ég þetta ekki fyrir" eða ef maður er búinn í prófi og hugsar "ég hefði átt að vita svarið". Svo svekkir maður sig á þessu alveg út í það endalausa. Mér er nefnilega mjög illa við mistök og er haldin fullkomnunaráráttu.

Svo kom að því, BÚMM, stafsetningarvilla kom í leitirnar. Og alveg eins og ég hafði búist við varð fallið gríðarlegt..., ég fékk meira að segja kökk í hálsinn. Svo leið nokkur tími, ég fékk mér að borða majones og svoleiðis. Eftir því sem ég sat þarna í eldhúsinu núna áðan, japplandi á brauðinu mínu og lesandi gamalt fréttablað, þá áttaði ég mig betur á því að heimurinn fórst ekki með þessari stafsetningarvillu. Ég gat meira að segja hlegið að henni eftir smástund þarna sem ég sat með sjálfri mér. Ég ákvað líka að á morgun ætla ég að lesa ritgerðina yfir og vera ánægð með vinnuna sem ég lagði í hana- alveg sama þó ég finni fleiri villur, því þetta er afrek erfiðis míns.

Það varð ákveðið spennufall við að viðurkenna ófullkomleikann. Viðurkenna að það er í lagi að gera mannleg mistök og þurfa ekki alltaf að blammera sjálfan sig fyrir að vita ekki allt 100% alltaf og um allt. Það var mjög góð tilfinning að finna að ég er mannleg og að það sé í lagi að gera mistök.

Það er í lagi að gera mistök vegna þess að fullkomnun er ekki til og því er í raun tímasóun að eltast við hana. Ef maður dettur á leiksviðinu, þá stendur maður bara upp og brosir framan í crowdið- alveg sama hversu tough það er (og núna er ég að leyfa mér að enskusletta að vild, þrátt fyrir ómælda hreintungustefnu) af því það gerist ekkert verra en að fólk hlær í smástund.

Maðurinn er í eðli sínu ófullkominn og ég því líka.

Góða nótt Netverjar,

K8

Thursday, May 18, 2006

Bíbí


K8

Breytingar eru....

...ekki alltaf til hins betra.

Var að koma úr bæjarrölti um miðbæ Reykjavíkur. Settist inn á Café París og fékk mér snæðing þar. Snæðingurinn var mjög góður, en staðurinn hefur nýlega verið opnaður eftir að hafa fengið andlitslyftingu. Vægast sagt mikla andlitslyftingu. Það var bara alls ekki sami bragurinn á staðnum. Það var komið svona "ummtzzz-ummtzzz-ummtzzz" hljóð í staðinn (Ég get tekið tóndæmi við tækifæri). Staðurinn var orðinn svolítið a la Ólíver. Svona hipp og kúl staður. Þar sem ég hef verið afskaplega dugleg við að fara ekki á skemmtanalífið að undanförnu veit ég ekki hvort þetta er orðinn djammstaður eða ekki. En það var allavega svona frekar há tónlist, þannig að maður þarf að hækka röddina og segja "ha"- hvimleiður fjandi.

Ég vil fá gamla Café París aftur þar sem ég get gengið inn á móti Apótekinu, þar sem það eru "efnisbútar" í loftinu sem hylja ljósin og svo Thor Vilhjálmsson og félagar að ræða heimspeki dagsins á borðinu við hliðina. Kakó með rjóma í lituðum bolla. Svona kósý staður. Ekki svona kaldur eins og hann er núna.

Ég veit ekki, ég er kannski svolítið afturhaldssöm á þessa hluti en sumu þarf ekki að breyta.

Gamla Prins Póló
Appelsínu guli og græni svalinn
Bleika undanrennan
Græni hundraðkallinn
Brúni fimmtíukallinn
300 kall í bíó
3-5-7-9 og 11 bíó

Og svona mætti lengi telja..

K8

Wednesday, May 17, 2006

Hæfileikar

Hvar værum við stödd án fólks sem býr yfir hæfileikum? Hvergi. Það þarf hæfileika til að framkvæma alla hluti sama hversu lítilvægir og auðveldir sumum kunni að finnast þeir. Það er afstætt hvað fólk telur vera erfitt eða auðvelt. Hæfileikar þurfa ekki endilega að vera meðfæddir en samt sem áður liggja sumir hlutir betur fyrir manni heldur en aðrir. Mér gengur t.d. mun betur að dansa heldur en að spila fótbolta. En ef ég myndi æfa mig í fótbolta dag og nótt þá er ég sannfærð um að ég yrði góð í fótbolta- ég efast reyndar ekki um það í eina sekúndu. Jónas er t.d. mjög klár í að búa til lögin sín, ólöf gerir fallegar myndir, Pála er mjög klár á hestbaki, mér finnst gaman að dansa og Tómas er klár í að fljúga og að tengja saman snúrur. Öll eigum það sameiginlegt að hafa æft okkur og okkur finnst þessir hlutir með því skemmtilegra sem við gerum. Ég ætla ekki að segja frasann hérna um að æfingin skapi meistarann af því mér finnst hann aðeins of corny. En corny getur verið gott stundum, fer eftir samhengi.

Svo er til fólk sem segir "ég hef enga hæfileika á neinu sviði"- ég þoli ekki þá setningu af því það er bara spurning um að leita inn á við, leita í það sem manni finnst skemmtilegt og einbeita sér að því. Þessi fyrrnefndi frasi "ég hef enga...." jafngildir því að segja "mér finnst allt leiðinlegt í lífinu". Reyndar koma kaflar hjá flestum okkar þar sem okkur finnst allt leiðinlegt og allt vera svart, en það eru tímabil... en ekki skal gleyma því að gríðarleg listsköpun hefur átt sér stað einmitt þegar fólk er annað hvort mjög langt niðri eða hátt uppi, hvernig sem því er nú hagað hjá hverjum og einum.

Einu sinni sagði ég "Ég kann ekki að teikna" og mér fannst það leiðinlegt, af því mér fannst það mjög skemmtilegt. Það virtist bara ekki henta myndlistarkennaranum hvernig ég teiknði ávexti í skál og einhver þríhyrningaform. En núna er mér alveg sama, mér finnst gaman að teikna og klessulita og ég geri það. Mér er eiginlega skítsama um hvort öðrum finnist það sem ég teikna vera ljótt, mér finnst það flott og hengi það upp á vegg. Þetta er mín túlkun.

Með hæfileikum okkar til að skapa fallega tónlist, myndlist, danslist, byggingarlist, ritlist, kvikmyndalist, matargerðarlist, sönglist o.fl. þá auðgum umhverfi okkar og samtímis því líf okkar. Það er gefandi að skapa eitthvað, hafa áþreyfanlegan árangur í höndunum- afrakstur erfiðis og útsjónarsemi. Oft kostar leiðin að takmarkinu blóð, svita og tár að komast á leiðarenda og ljúka því markmiði sem maður setti sér. En það er ólýsanleg tilfinning sem fylgir því að sjá sköpunarverk sitt. Erfiðið er vel þess virði.

Sá boðskapur sem ég vil koma á framfæri hérna er að fólk líti inn á við, finni hver það er og hvað því finnst gaman að gera. Það er gott að standa upp frá einhverju og hugsa "Þetta gerði ég. Þetta er mitt afrek". Og það er líka góð tilhugsun að hafa skilið eitthvað eftir sig þegar við öll verðum aftur að moldu.

K8

Thursday, May 11, 2006

Skjaldbaka

"Skjaldbökur eru afar frumstæð skriðdýr af ættbálknum Chelonia. Helsta einkenni þeirra er skjöldurinn sem umlykur skrokkinn og geta þær dregið bæði fætur og höfuð inn undir hann ef hætta steðjar að."

C u l8er

K8

Wednesday, May 10, 2006

Ekki vera kjáni

Einu sinni fyrir langa löngu var ofsalega gaman að gera símaat. Ég gerði oft símaat. Tók reyndar ekki "Er Bolli heima"? Nei. "En undirskál"?. Það var svo predictable. Fer ekkert nánar út í það hérna hvers konar at ég gerði. Þetta var fyrir tíma símanr.birtisins. Gleymi því aldrei þegar ég gerði at og persónan var með símanr.birti- það var í síðasta skiptið sem ég gerði símaat.

Svo var rosalega mikið sport að gera dyrabjölluat. Gerði líka stundum dyrabjölluat. Það var meiri áskorun af því að þá þurfti maður að hlaupa í burtu og fela sig áður en íbúarnir komu til dyra. Stundum var hægt að hlaupa undir stiga eða niður í hjólageymslu og fela sig í hnipri og halda niðri í sér hlátrinum. Það tókst þó misvel. Dyraatin voru þó langskemmtilegust í blokkum... bara renna höndinni niður eftir öllum bjöllunum og svo hlusta þegar íbúarnir færu að tala saman. Við gerðum þetta stundum úti í Engihjalla. En nei nei, núna er búið að setja upp ótalmargar eftirlitsmyndavélar í Engihjallanum og víðar svo það er ekki eiginlega ekki hægt að gera dyraat í blokkum lengur.

Msn. Já, msn... Alls konar tricks hægt að gera með því. Skrá sig inn "offline" og gá hverjir eru inni, svo getur maður verið "away" en er þó ekkert away, svo er hægt að vera "busy, out to lunch, on the phone" o.s.frv. Einn valmöguleikinn er að blocka fólk, þ.e. þannig að viðkomandi sjái bara aldrei hver staða þín er. Það er gert með svokölluðum "blockchecker". Ég blockaði einu sinni contact hjá mér og brá heldur betur í brún þegar viðkomandi hringdi í mig um leið og ég skráði mig inn og spurði "af hverju ertu að blocka mig? ". Ég taldi mig hafa haft gilda ástæðu til þess og sagði hver hún var- en bað þó viðkomandi afsökunar. Hann sagði svo við mig að ég hefði frekar átt að segja honum hvernig málin væru í pottin búin heldur en að blocka sig því þetta hefði verið svolítið kjánalegt. Ég viðurkenni það. Þarna var ég kjáni.

Það er kjánalegt að blocka fólk. Sérstaklega í ljósi þess að rétt eins og með símanr. birtinn og eftirlitsmyndarvélarnar þá eru núna til þessir "blockcheckers". Það er eiginlega jafnkjánalegt að blocka einhvern eins og að fara í fýlu og tala aldrei við manneskjuna aftur án þess tilgreina ástæðuna. Persónulega er ég fylgjandi því að tala út um málin og hreinsa loftið. Þeir sem vilja ekki útkljá málin verða bara að eiga það við sjálfan sig að vera kjánar. Eins og ég hef komið inn á áður þá verður fólki ekki stjórnað, og þá allra síst kjánum.

Því er heimspeki dagsins: Ekki vera kjáni.

K8

Monday, May 08, 2006

Í dag...

.... var gaman að hlusta á þetta lag. Óvenju hresst lag. Svo skemmtilega vildi til að það var í útvarpinu áðan. Vil nota tækifærið og óska stórusystur til hamingju með trúlofunina :)

Love is in the air (John Paul Young)

Love is in the air
Everywhere I look around
Love is in the air
Every sight and every sound

And I don't know if I'm being foolish
Don't know if I'm being wise
But it's something that I must believe in
And it's there when I look in your eyes

Love is in the air
In the whisper of the trees
Love is in the air
In the thunder of the sea

And I don't know if I'm just dreaming
Don't know if I feel sane
But it's something that I must believe in
And it's there when you call out my name

Love is in the air
In the rising of the sun
Love is in the air
When the day is nearly done

And I don't know if you're an illusion
Don't know if I see it true
But you're something that I must believe in
And you're there when I reach out for you

Love is in the air
Every sight and every sound
And I don't know if I'm being foolish
Don't know if I'm being wise

But it's something that I must believe in
And it's there when I look in your eyes


K8

Saturday, May 06, 2006

I have nothing more to say

Þau urðu alls 15.170

K8

Thursday, May 04, 2006

The moment has passed

01-02-03-04/05/06

Góða nótt.

K8

Wednesday, May 03, 2006

Once in a lifetime

Þetta er tekið af mbl.is svo að copyright sé nú alveg í lagi. Ég mun ekki sofa á verðinum heldur horfa stíft á klukkuna á þessu augnabliki. Mér finnst það þess virði.


Veröld/Fólk mbl.is 3.5.2006 15:34
Talnaröðin 01.02.03, 04/05/06 mun myndast í nótt
Sú merkilega talnaröð mun myndast í eina sekúndu í fyrramálið að klukka og dagsetning munu mynda saman tölurnar 1-6 í réttri röð, nánar tiltekið kl. 1.02 og þremur sekúndum betur á fjórða degi fimmta mánaðar 2006. Þannig myndast tímaröðin 01.02.03, 04/05/06 ef klukka og dagsetning eru lögð saman. Þetta er kannski ekki merkilegt að neinu leyti nema fagurfræðilegu og þeim sem gífurlegan áhuga hafa á tölum. Það sem þó má þykja merkilegt er að þeir, sem nú eru á lífi, munu aðeins upplifa þetta einu sinni um ævina, þar sem tímaröðin mun næst myndast 4. maí 2106.
Í Bandaríkjunum hefur slík tímaröð þegar myndast, þ.e. 5. apríl, þar sem þarlendir víxla tölunum sem eiga við dag mánaðar og mánuðinn. Tæknilega séð verður maður þó að taka sér það bessaleyfi að sleppa 20 í ártalinu 2006, en það er þó oft gert til styttingar. Sky fréttavefurinn benti á þessa merkilegu staðreynd.

Ég ætla nú að bæta sjálf við að það eru alveg möguleikar á að fólk sem er lifandi í dag upplifi þetta aftur þó svo ég dragi það í efa að ég sjálf nái 123 árum. Hæsti lífaldur sem náðst hefur í dag er að ég hygg 122 ár. Það segir allavega google. Við skulum sjá til.

K8