Að vera mannlegur
Einhvern tímann fyrir ekki svo löngu síðan komu hér á síðunni upp vangaveltur um að ráða mætti í fólk og hvaða mann það hefur að geyma með því að skoða hvað það bloggar ekki um.
Fullkomnunarárátta er eitthvað sem ég hef aldrei fjallað um í Netheimum til þessa.
Ég var búin að biðja þá sem fengju að glugga í lokaritgerðina mína um að segja mér ekki frá því ef þeir finndu stafsetningarvillur, því þeim fengi ég ekki breytt úr þessu og vildi því ekki vita af þeim. Sjálf hef ég ekki lesið ritgerðina mína aftur af því að ég er hrædd um að finna stafsetningarvillur. Hrædd um að hafa gert mistök, eitthvað sem ég átti að hafa séð fyrir og hugsað í framhaldinu af því "Andsk... afhverju í helv.... sá ég þetta ekki fyrir" eða ef maður er búinn í prófi og hugsar "ég hefði átt að vita svarið". Svo svekkir maður sig á þessu alveg út í það endalausa. Mér er nefnilega mjög illa við mistök og er haldin fullkomnunaráráttu.
Svo kom að því, BÚMM, stafsetningarvilla kom í leitirnar. Og alveg eins og ég hafði búist við varð fallið gríðarlegt..., ég fékk meira að segja kökk í hálsinn. Svo leið nokkur tími, ég fékk mér að borða majones og svoleiðis. Eftir því sem ég sat þarna í eldhúsinu núna áðan, japplandi á brauðinu mínu og lesandi gamalt fréttablað, þá áttaði ég mig betur á því að heimurinn fórst ekki með þessari stafsetningarvillu. Ég gat meira að segja hlegið að henni eftir smástund þarna sem ég sat með sjálfri mér. Ég ákvað líka að á morgun ætla ég að lesa ritgerðina yfir og vera ánægð með vinnuna sem ég lagði í hana- alveg sama þó ég finni fleiri villur, því þetta er afrek erfiðis míns.
Það varð ákveðið spennufall við að viðurkenna ófullkomleikann. Viðurkenna að það er í lagi að gera mannleg mistök og þurfa ekki alltaf að blammera sjálfan sig fyrir að vita ekki allt 100% alltaf og um allt. Það var mjög góð tilfinning að finna að ég er mannleg og að það sé í lagi að gera mistök.
Það er í lagi að gera mistök vegna þess að fullkomnun er ekki til og því er í raun tímasóun að eltast við hana. Ef maður dettur á leiksviðinu, þá stendur maður bara upp og brosir framan í crowdið- alveg sama hversu tough það er (og núna er ég að leyfa mér að enskusletta að vild, þrátt fyrir ómælda hreintungustefnu) af því það gerist ekkert verra en að fólk hlær í smástund.
Maðurinn er í eðli sínu ófullkominn og ég því líka.
Góða nótt Netverjar,
K8
Fullkomnunarárátta er eitthvað sem ég hef aldrei fjallað um í Netheimum til þessa.
Ég var búin að biðja þá sem fengju að glugga í lokaritgerðina mína um að segja mér ekki frá því ef þeir finndu stafsetningarvillur, því þeim fengi ég ekki breytt úr þessu og vildi því ekki vita af þeim. Sjálf hef ég ekki lesið ritgerðina mína aftur af því að ég er hrædd um að finna stafsetningarvillur. Hrædd um að hafa gert mistök, eitthvað sem ég átti að hafa séð fyrir og hugsað í framhaldinu af því "Andsk... afhverju í helv.... sá ég þetta ekki fyrir" eða ef maður er búinn í prófi og hugsar "ég hefði átt að vita svarið". Svo svekkir maður sig á þessu alveg út í það endalausa. Mér er nefnilega mjög illa við mistök og er haldin fullkomnunaráráttu.
Svo kom að því, BÚMM, stafsetningarvilla kom í leitirnar. Og alveg eins og ég hafði búist við varð fallið gríðarlegt..., ég fékk meira að segja kökk í hálsinn. Svo leið nokkur tími, ég fékk mér að borða majones og svoleiðis. Eftir því sem ég sat þarna í eldhúsinu núna áðan, japplandi á brauðinu mínu og lesandi gamalt fréttablað, þá áttaði ég mig betur á því að heimurinn fórst ekki með þessari stafsetningarvillu. Ég gat meira að segja hlegið að henni eftir smástund þarna sem ég sat með sjálfri mér. Ég ákvað líka að á morgun ætla ég að lesa ritgerðina yfir og vera ánægð með vinnuna sem ég lagði í hana- alveg sama þó ég finni fleiri villur, því þetta er afrek erfiðis míns.
Það varð ákveðið spennufall við að viðurkenna ófullkomleikann. Viðurkenna að það er í lagi að gera mannleg mistök og þurfa ekki alltaf að blammera sjálfan sig fyrir að vita ekki allt 100% alltaf og um allt. Það var mjög góð tilfinning að finna að ég er mannleg og að það sé í lagi að gera mistök.
Það er í lagi að gera mistök vegna þess að fullkomnun er ekki til og því er í raun tímasóun að eltast við hana. Ef maður dettur á leiksviðinu, þá stendur maður bara upp og brosir framan í crowdið- alveg sama hversu tough það er (og núna er ég að leyfa mér að enskusletta að vild, þrátt fyrir ómælda hreintungustefnu) af því það gerist ekkert verra en að fólk hlær í smástund.
Maðurinn er í eðli sínu ófullkominn og ég því líka.
Góða nótt Netverjar,
K8
2 Comments:
nákvæmlega ! Svona tæklar maður hlutina af viti.
Stoltur herra B.
... :) amm
K8
Post a Comment
<< Home