Monday, February 04, 2008

Lítil Hjartakveðja

Hér kemur kveðja beint frá hjartanu mínu til allra sem er pínulítið kalt í byrjun árs og finnst pínulítið dimmt úti og pínulítið ógnvænlegt að fara á fætur og takast á við daginn. Og þið fáið líka knús, af því það er svo ótrúlega gott að fá knús í svona kulda og myrkri. Alveg fast knús inn að beini. Þið fáið það frá mér. Og ég legg ullarteppi yfir ykkur í huganum og klæði ykkur í dúnsokka og færi ykkur svo heitt súkkulaði, því fáir vita að heitt súkkulaði er fljótandi gull. Ég vil ykkur aðeins það besta. Svo kveiki ég á litlu kertaljósi svo við getum öll saman haft það notalegt í hlýjunni, horft inn í kertalogann og verið þakklát fyrir það sem við eigum.

K8