Wednesday, November 30, 2005

And-varp

Eitt sinn gekk önd inn á bar og spurði barþjóninn: “Áttu kex?” Því svaraði barþjónninn neitandi og fór öndin því. Næsta dag kom öndin aftur á barinn og bar upp sömu bón við barþjóninn:”Áttu kex?” Aftur svaraði barþjónninn neitandi. Þriðja daginn gekk öndin inn á barinn og bar upp sína vanalegu bón: “Áttu kex?” Var nú barþjónninn orðinn heldur gramur í skapi og byrsti sig “Nei, ég á ekki kex og ef þú kemur aftur á morgun þá negli ég gogginn á þér fastan við barborðið!” Þetta virtist ekki fá mikið á öndina og gekk hún sinn veg. Daginn eftir kom öndin aftur á barinn líkt og ekkert hefði í skorist. Gekk hún að barþjóninum og spurði varfærnislega: Áttu nokkuð nagla? Undrunarsvipur kom á barþjóninn og svaraði hann því neitandi. Glöð í bragði sagði því öndin að lokum “Gott! – Áttu þá kex?”.

Þessi brandari er uppáhaldsbrandarinn minn. Annar mjög góður sem var í fyrsta sæti í mörg ár hljóðar svo:

“Einu sinni var andrésblað og það fór að hlæja. Þá fóru allir hinir að hlæja!”

... I guess that was the point in time when the first real crack in the nutshell appeared : )


Máltak dagsins: "Sælir eru einfaldir"

Heimspeki dagsins: Betra er að vera einfaldur heldur en tvöfaldur í roðinu!

K8

Monday, November 28, 2005

Katrín var ein í netheimum og þá var bankað... :)

Sæl verið þið góða fólk!

Mér fannst þögnin í netheimum eitthvað einkennileg og fullmikil. Comment kerfið hefur verið að stríða mér að undanförnu og var mér vinsamlega bent á það. Takk T. En mikið var ég glöð að sjá að fullt fullt af góðu fólki "les mig svona vel".

K8

Núverandi

Þetta er fyrir hana Ásu mína þjáningarsystur:

Núverandi tími : 23:48
Núverandi föt : NY-T-shirt með belju framan á sem er að hoppa yfir Brooklyn brigde og rauðu jólasveinanáttbuxurnar frá fló
Núverandi skap : Plu
Núverandi hár : In desperate need of grooming
Núverandi pirringur : Að hafa sofnað kl. níu í kvöld og glaðvaknað aftur kl. 11
Núverandi lykt : Amber Rose- Vic Sec.
Núverandi hlutur sem ég ætti að vera að gera : Sofa og dreyma Clive Owen
Núverandi skartgripir : Enginn
Núvernadi áhyggjur : Plu
Núverandi löngun : Að sofna og dreyma Clive Owen :)
Núverandi ósk : Að vera sofnuð og dreymandi Clive Owen :)
Núverandi farði : Enginn
Núverandi eftirsjá : Að hafa sofnað klukkan níu
Núverandi vonbrigði : Að Clive Owen sé hamingjusamlega kvæntur :(
Núverandi skemmtun : Að hugsa um Clive Owen
Núverandi ást : Clive Owen
Núverandi staður: Holan
Núverandi bók : Clive Owen´s biography..... Nei, plat :)
Núverandi bíómynd : Closer þar sem Clive Owen fer á kostum :)
Núverandi íþrótt : Dans dans dans
Núverandi tónlist : Takk
Núverandi lag á heilanum : Here comes the sun
Núverandi blótsyrði : "Fuck off and die"... úr Closer - Clive Owen segir þetta in case u were wondering:)
Núverandi msn manneskja : Engin
Núverandi desktop mynd : Norton Antivirus sólmyrkvi :)
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið : Að hugsa um Clive Owen þangað til ég sofna :)
Núverandi manneskja að forðast : Engin
Núverandi hlutir á vegg: Plakat af Clive Owen..... Nei, það er líka plat :)
Núverandi þráhyggja: Clive Owen I guess :)

K8

Sunday, November 20, 2005

Um mikilvægi minnislista

Minnislistar. Jú, þetta er umfjöllunarefnið. Eflaust einhverjir sem hugsa nú "Æ, hver þarf minnislista? Maður notar bara hausinn á sér!".
Rannsóknir benda til þess að ef við skrifum hluti niður þá munum við þá betur. Tek því til stuðnings dæmið um húsmóðurina sem skrifaði "búðarlista" fyrir innkaupaferðina, gleymdi honum svo heima en tókst samt að versla nánast allt sem hún hafði sett á listann.
Einnig benda rannsóknir til að við munum "in chunks of seven"+-2/3 . T.d. þá samanstanda íslensk símanúmer af sjö tölustöfum og til að hringja til íslands frá útlöndum gerum við 00-354 fyrir framan. Við munum þetta.
Alls kyns minnislistar t.d. innkaupalistar eru því þarfaþing eða koma að minnsta kosta að gagni svo lengi sem þeir eru rétt settir upp og hafðir á réttum stað.
Með ofangreindan inngang í huga mæli ég persónulega með að við setjum ekki fleiri en ca 7 atiði á listann +- 2/3 -Til að byrja með.
Svo kemur að forgangsröðun. Til þess að þeir hlutir sem við ætlum okkur að komast yfir gangi greiðlega og sem skjótast fyrir sig er um að gera að staldra við og skoða í hvaða röð best er að raða hlutunum á listann. Þetta er mjög mikilvægt atriði og kemur í veg fyrir tvíverknað hverskonar.
Brýnt er að minnast á staðsetningu minnislistans svo við lendum ekki í sömu vandræðum og hin áðurnefnda húsmóðir. Minnislistar skulu hafðir á þeim stöðum þar sem þeir sjást og gleymast ekki. Af eigin raun þykir mér gott að skrifa minnislista á "post-its" (gulir miðar með límfleti á) og líma hér og þar t.d. á mælaborðið í bílnum. Við notum yfirleitt bílinn við útréttingar og er það því kjörinn staður. Að lokum vil ég minnast á mikilvægi þess að strika yfir þau atrirði sem maður hefur lokið við að gera það kemur í veg fyrir frústrasjón :)
K8

Saturday, November 19, 2005

Busted!


Það lítur út fyrir að "Karma Police" hafi náð mér og afplánun hefjist í janúar.


K8

Wednesday, November 16, 2005

Margræðni

- ísl-enska

- ís-lenska

- ís-lenska

- í-slen-ska

- íslensk-a

-ísl-ensk-a

- ísl-en-ska

- í-slenska

- íslenska -


K8

Sunday, November 13, 2005

Less is more

... og hófsemi er dyggð!

Edduverðlaunin eru í gangi núna. Verðlaun sem veitt eru til heiðurs þeim er vinna að kvikmyndum, tónlist, sjónvarpsþáttum o.s.frv. í þeim geira.
Íslenska Kvikmyndaakademían berst t.a.m. hörðum höndum fyrir því að fá til framleiðslu meira af leiknu íslensku sjónvarpsefni og þáttum ýmsum. Að þeirra sögn er þetta mikilvægt fyrir íslenska menningu sem og að vera atvinnuvegur íslenskra leikara, leikskálda, þáttagerðarmanna o.s.frv. Margt til í því.

Mér finnst Íslenska Kvikmyndaakademían vera að grafa sína eigin gröf með Þorstein Guðmundsson sem kynni. Hann er fyndinn og kaldhæðinn og er það vel, en ekki á stundum sem þessum. Það fer öll fágun fyrir bí þegar húmorinn er á þá leið sem hann var. Mér finnst margt í þessu fyndið en alls ekki allt. Tel ég nokkuð víst að þetta falli misvel í kramið hjá fólki. Einnig held ég að markhópurinn sem fattar EKKI þennan húmor (og Silvíu Nótt) sé mun stærri og er það miður. Aðallega Íslensku Kvikmyndaakademíunnar vegna, þar sem hún berst fyrir trúverðugleika sínum.

Í byrjun Eddunnar var púlsinn tekinn á "rauða dreglinum" eins og sjónvarpsmenn orðuðu sjálfir. Það var þeim kappsmál og aðalmarkmið að taka viðtal við sem flesta og vera ávallt að skipta um viðmælendur. Minnti ögn á illa klippta bíómynd. Svo brydduðu spyrlar uppá bjánahrollsspurningum á borð við "Hverju klæðist þú í kvöld?" og "Hvernig á maður að haga sér í svona boði"?

Auðvitað var margt til sóma, enda ekki að undra þegar svona margt hæfileikaríkt fólk kemur saman. Skemmilegast þótti mér að Crazy Bastard skyldi fá edduna :)

K8

Wednesday, November 09, 2005

You win some, you lose some

That´s just life.

K8

Saturday, November 05, 2005

Memoirs of a Dancer

Núna er ég með opnar blöðrur undir báðum iljum og hart sigg. Mig svíður í liðþófann á hægra hné. Ég fann loksins pro-Sport teygjusokkana og hef sett utan um bæði hné. Ég fór í bað áðan og mætti halda að ég væri með dreyrasýki því það eru marblettir á ólíklegustu stöðum og mætti einnig að halda að ég hefði fætur blettatígurs. Ég er með sama lagið á heilanum stanslaust og í raun nær talnakerfi mitt einungis upp í átta. En þetta er allt í lagi, því ég elska að dansa.

Ég man eftir fyrsta skiptinu sem ég kom inn í ballettsal, þá var ég 4 ára gömul. Ég hef meira og minna verið inni í ballettsölum síðan-ef ekki í eigin persónu þá í huganum. Ég lá á miðju gólfinu og velti því fyrir mér hvaða spor ég myndi læra og reyndi að herma eftir ballerínu á meðan mamma borgaði fyrstu æfingagjöldin í Ballettskóla Eddu Scheving- Blessuð sé minning hennar (Eddu Scheving).

Leið mín lá svo í Listdansskóla Íslands eftir að hafa náð þar inntökuprófum nýorðin 11 ára gömul. Þar sem fræinu hafði verið sáð í Ballettskóla Eddu Scheving fékk það nú sólarljós og vatn á nýjum stað þar sem það náði fljótt að skjóta rótum. Smám saman dafnaði og stækkaði litla blómið ásamt lönguninni til að verða alvöru dansari, príma-ballerína, einhvern daginn.

Þar sem líkama okkar er ekki eðlislægt að snúa sitthvorum fætinum 90° út frá mjöðmum og þeim samtals því 180° (fyrsta “pósisjón”) þá fékk ég álagsmeiðsli. Það var líka erfitt að vera svona ung og æfa 6 sinnum í viku -2 ½ tíma í senn. Mig langaði mjög oft til að fá að leika mér við vinkonur mínar en samt sem áður þráði ég þetta líka og þá var það bara að gjöra svo vel að bíta á jaxlinn. Flestir vita að sjúkraþjálfun gerir lítið gagn ef maður fer beint á æfingu eftir hana.

Á þessum tímapunkti hætti ég því í klassískum ballett, 14 ára gömul. Ég var búin að eyða tíu árum í þetta. Þetta var erfið ákvörðun og á sínum tíma reyndi ég að byrja aftur í Listdansskólanum nokkrum vikum síðar því eftirsjáin var svo mikil. En allt kom fyrir ekki, líkaminn þoldi ekki álagið.

Ég gat samt ekki hætt að dansa-því þeir vita sem hafa slíka ástríðu (hvort hún er gagnvart dansi eða einhverju öðru) að við hana verður ekki skilið. Ég fór yfir í Jazzballettskóla Báru og var það í fyrstu rosalega erfitt. Gaman, en í senn erfitt. Ég hafði allt annan stíl, ég var ballettdansmær! Ég gat ekki dillað mjöðmunum á þennan hátt eða gert pirouette með hnéð vísandi inn á við. En svo að ég komi nú máltakssjúklingnum góða að þá vita flestir að “þolinmæðin þrautir allar vinnur” : ) og á endanum gat ég alveg dillað mér og gert öðruvísi pirouetta. Þetta tók bara smá tíma, æfingu og þolinmæði. Ég var þarna í nokkur ár, allavega fram á annað ár í menntaskóla. Þá fékk ég svona tilfinningu yfir mig að mig langaði til að læra annars konar stíl, eitthvað öðruvísi svo ég yfirgaf Jazzballettskóla Báru að mig minnir 17/18 ára gömul.

Eftir það tóku við alls kyns tímabil. Ég fór í salsa í Kramhúsinu, funk hjá Dansskóla Birnu Björnsdóttur í Sporthúsinu, samkvæmisdans hafði ég einhvern tímann lært hjá Sigurði Hákonarsyni svo lá leiðin aftur í Kramhúsið, nú til hennar Yesmine sem flestir kannast við og var þar í boði funk/jazz námskeið. Þarna var aftur komið eitthvað sem greip athygli mína. Þetta reyndust vera fyrirtakstímar – stemmning, sviti og púl – einnig nýjustu danssporin úr tónlistarmyndböndunum í hverjum tíma. Ekki slæmt. Ég ílengdist (sjaldséð orð) í þessu u.þ.b. 1 og ½ ár og voru alls kyns skemmtilegar uppákomur á því tímabili. Hver man ekki eftir Funk/Jazz Academy??? ;)

Allavega svo ég fari að “wrappa þessu upp” á góðri ísl-ensku, þá kom núna sl. sumar yfir mig einhvers konar vitundarvakning. Hljómar e.t.v. sjúklega en eins og stendur í góðri bók er ég eitt sinn las: “Kleppur er víða”
Ég tók sjálfa mig í naflaskoðun frá A-Ö og spurði mig spurninga líkt og “Hver er ég, hvað vil ég gera, hvert stefni ég, hvert er lífsviðhorf mitt, hvað vil ég skilja eftir mig??????”. Þessar týpísku tilvistarkreppuspurningar sem við höfum öll spurt sjálf okkur að. Ég komst ekki beinlínis að niðurstöðu, en ég komst þó að því að ævi mín eins og hún leggur sig er lituð þessari ástríðu minni á dansi. Hversu langt tilbaka sem ég lít, þá mun ég alltaf finna dansinn þar. Með þá tilfinningu að leiðarljósi tók ég ákvörðun. Ég skráði mig aftur í Jazzballettskóla Báru af því að ég elska að dansa. Svo einfalt var það. Og þar sem ég er fullkomnunarsinni í eðli mínu þá vildi ég gera þetta að alvöru en ekki áhugamáli.

Ég veit ekki hvort þetta takist hjá mér, né hvort álagsmeiðslin taki sig upp á ný. Eitt veit ég þó, þegar mun líta tilbaka; Ég reyndi.

K8

Thursday, November 03, 2005

... sæki ég ekki vatnið yfir lækinn!

Ég hef verið að velta því fyrir mér að undanförnu að í rauninni kemst ég upp með það að að búa í götunni minni allt mitt líf, því hér er allt til alls.
Í götunni minni eru:
Bensínstöð, grunnskóli, leikskóli, skólagarðar, sundlaug, fangelsi, elliheimili og sjúkrahús.
Svo náttúrulega gæti ég verið í menntaskóla og háskóla í gegnum internetið sem og að stunda bankaviðskipti.
Svo eru þarna gatnamót sem eru í raun ekki gatnamót heldur bara breyting á götuheiti- svona eins og á gatnamótunum þar sem að Miklabraut verður að Hringbraut en okkur finnst þetta vera sama langa gatan. Ef að ég geri ráð fyrir að það sé líka gatan mín þá bætast við:
Verndaður vinnustaður fyrir fatlaða, samlokuverksmiðja, myndbandaleiga, sælgætisverksmiðja, legsteinaverksmiðja, glerverksmiðja o.fl.
(Við erum að tala um í mesta lagi 350 metra viðaukningu)

Já, ... ef að ég ætti að flytja héðan á þeim forsendum að hér væri ekki næg þjónusta mætti segja að ég væri að sækja vatnið yfir lækinn en eins og sjá má að ofan þá...

K8