... sæki ég ekki vatnið yfir lækinn!
Ég hef verið að velta því fyrir mér að undanförnu að í rauninni kemst ég upp með það að að búa í götunni minni allt mitt líf, því hér er allt til alls.
Í götunni minni eru:
Bensínstöð, grunnskóli, leikskóli, skólagarðar, sundlaug, fangelsi, elliheimili og sjúkrahús.
Svo náttúrulega gæti ég verið í menntaskóla og háskóla í gegnum internetið sem og að stunda bankaviðskipti.
Svo eru þarna gatnamót sem eru í raun ekki gatnamót heldur bara breyting á götuheiti- svona eins og á gatnamótunum þar sem að Miklabraut verður að Hringbraut en okkur finnst þetta vera sama langa gatan. Ef að ég geri ráð fyrir að það sé líka gatan mín þá bætast við:
Verndaður vinnustaður fyrir fatlaða, samlokuverksmiðja, myndbandaleiga, sælgætisverksmiðja, legsteinaverksmiðja, glerverksmiðja o.fl.
(Við erum að tala um í mesta lagi 350 metra viðaukningu)
Já, ... ef að ég ætti að flytja héðan á þeim forsendum að hér væri ekki næg þjónusta mætti segja að ég væri að sækja vatnið yfir lækinn en eins og sjá má að ofan þá...
K8
Í götunni minni eru:
Bensínstöð, grunnskóli, leikskóli, skólagarðar, sundlaug, fangelsi, elliheimili og sjúkrahús.
Svo náttúrulega gæti ég verið í menntaskóla og háskóla í gegnum internetið sem og að stunda bankaviðskipti.
Svo eru þarna gatnamót sem eru í raun ekki gatnamót heldur bara breyting á götuheiti- svona eins og á gatnamótunum þar sem að Miklabraut verður að Hringbraut en okkur finnst þetta vera sama langa gatan. Ef að ég geri ráð fyrir að það sé líka gatan mín þá bætast við:
Verndaður vinnustaður fyrir fatlaða, samlokuverksmiðja, myndbandaleiga, sælgætisverksmiðja, legsteinaverksmiðja, glerverksmiðja o.fl.
(Við erum að tala um í mesta lagi 350 metra viðaukningu)
Já, ... ef að ég ætti að flytja héðan á þeim forsendum að hér væri ekki næg þjónusta mætti segja að ég væri að sækja vatnið yfir lækinn en eins og sjá má að ofan þá...
K8
4 Comments:
vatnið yfir lækinn já - það er sannanlega rétt hjá þér - hvar býrðu annars? ég þarf að finna mér íbúð þarna greinilega - og koma nokkrum félag-Sauðum fyrir í garðinum!
WestSide-Kópavogur... best place 2b ... Já við gerumst saman sauðfjárbændur hér í garðinum, næg er sprettan! (Þá verð ég heldur ekki skikkuð til að slá garðinn þar sem ég bý á hóteli Mömmu ennþá.. Hey!.. þarna bættist "hótel" við í upptalningu,..
Takk fyrir J, því eins og annað máltak segir "alltaf má gott bæta"!
(Held ég sé á háu stigi máltaks-sýki)
K8
þú ert sennilega skemmtilegasti bloggari sem ég hef lesið!
Þetta gladdi mig í gráum hversdagsleikanum... :)
Post a Comment
<< Home