Wednesday, October 05, 2005

Einkamál.(m)is?

Fólk virðist sammála um að date-menningin á Íslandi sé ekki alveg í blóma þessa dagana eða bara yfir höfuð. Fólk á Íslandi býður ekki hvoru öðru mikið út, að sjálfsögðu eru undantekningar á þessu - sem betur fer. Bíóferðir hafa löngum verið vinsælar.. ég skil ekki alveg afhverju því þær bjóða engan veginn upp á samræður og við þurfum jú að tala við manneskjuna ef við ætlum að kynnast eitthvað betur. En einhvers staðar þarf þó að byrja. Nú hefur tækninni fleygt mjög svo fram á sl. áratugum og þarf lítið annað en að kveikja á tölvunni, vafra yfir á einkamál.is svo einhver dæmi séu nefnd og velja þar einhver leitarskilyrði við hæfi... BINGÓ! þú ert kominn á deit.
... Sniðugt? ... Tja,.. nja.. veitiggi, ok, verður að viðurkennast að ég er mjög skeptísk á þessa leið til að kynnast fólki.
Þegar maður hrífst af einhverjum (nú náttúrulega tala ég bara út frá minni eigin reynslu) þá er það yfirleitt af því það er eitthvað í fari; útgeislun, útlit, talandi, augnaráð o.s.frv. sem hrífur mann. Þetta er eitthvað sem gerist í sama tíma og rúmi. Hmm.... ok kannski ekki strax í rúminu hohohoh ... þessi var alveg 2*5-aurabrandara virði. En þið sjáið hvert ég er að fara. Þetta er eitthvað sem gerist vegna raunverulegra face-to-face samskipta. Mér finnst einkamál.is svolítið vera til að slá ryki í framan í þann sem leitar. Auðvelt er að hrífast af einhverjum sem er með háleit sjónarmið, hrífandi og exótísk áhugamál og les franskar bókmenntir á frummálinu í tómstundum sínum. En þetta er svolítið yfirborðskennt.... Sjarminn við það að kynnast manneskju og komast að því hvað henni finnst áhugavert með því að eyða tíma með henni og tala við við hana er svo langtum meira heillandi heldur en birtan af tölvuskjánum. Eins er með þetta eins og bachelorinn- hann yfirleitt stjörnum prýddur til að slá ryki í augu yngsmeyjanna og þær "telja sér trú um" að þær séu hrifnar. Sjálfsblekking er furðu algengt fyrirbæri. Fullt af fólki á eflaust við einhvers konar samskiptavandamál að stríða og feimni, er jafnvel bara bælt og í því samhengi er einkamál.is kannski sniðug leið. Og frekar örugg ef maður er hræddur við að fá höfnun.... viðkomandi hefur ekki séð manneskjuna heldur einungis prófílinn og þarf ekki að takast á við það að halda andlitinu ef ske kynni að höfnun yrði uppi á teningnum. Úúúúúú... höfnun.. hún er erfið, getur verið ands***i leiðinleg og þá sérstaklega fyrir egóið en hún er nauðsynleg. Maður HERÐIST. Ú je.. been there.
Samt sem áður, afhverju að spila alltaf on the safe side of life... það er bara plane boring. Engin afrek hafa unnist með því að taka ekki áhættu... líttu bara í kringum þig. Auk þess er fullt af fólki, bæði hugsjúku og með mjög svartan húmor sem þætti virkilega gaman að rugla í fólki sem er að leita að stóru ástinni sinni á netinu. Að sjálfsögðu meinfyndið og afar freistandi, ég neita því ekki en jafnframt frekar illkvittið. Við viljum ekki vera svoleiðis.
Ég veit ekki um nein sambönd sem kviknað hafa á ljósvakamiðlum og enst, jú kannski eitt.... Svanhildur og Logi -hohoho.. (ég ætti að fá borgað fyrir 5-aurabrandarana mína.).. en það telst ekki með. Það væri mjög forvitnilegt að heyra dæmi þess að slík sambönd hafa enst...

K8

Einn í lokin:
How do cows eynjoy themselves in the evenings?
-They go to the moo-vies :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home