Wednesday, June 28, 2006

Gaman að þessu

Kæru Netverjar!

Ég var stödd í teiti um daginn þegar ég var kynnt fyrir skemmtilegri ungri konu. Hún var lífleg og við áttum hresst og gott spjall saman. Við vorum búnar að tala saman í dágóðan tíma þegar hún segir við mig að hún lesi bloggið mitt. (Nú veit þessi manneskja eflaust að ég sé að tala um sig). Ég roðnaði. Ég roðnaði alveg ótrúlega mikið. Reyndar þarf ofboðslega lítið til að láta mig roðna en mér þótti þetta samt afar skemmtilegt. Sérstaklega í ljósi þess að ég skrifaði einhvern tímann um það hvað það væri fyndið að maður gæti lesið hina og þessa án þess að þeir hefðu hugmynd um það.

Ég vildi að fleiri gerðu þetta- þ.e. að ganga upp að einhverjum í lifanda lífi sem þeir "lesa" hérna í Netheimum og eiga samtal við þá. Það getur verið mjög áhugavert. Ég er allavega meira en til í að tala við einhvern sem hefur sömu skoðanir og ég á hinum ýmsu hlutum- og eins ef fólk er algjörlega ósammála og vill rökræða; það er frábært líka. Í mínu tilfelli efast ég ekkert um að ég eigi eftir rökræða meira og djamma oftar með þessari hressu stelpu (er nú þegar búin að djamma aftur með henni og annað partý er í bígerð).

Ef fólk talar saman á neti í gegnum blogg eða aðra miðla og hittist svo í lifanda lífi er ekki þar með sagt að það geti átt eins skemmtileg og áhugaverð skoðanaskipti þó svo að það hafi verið raunin í mínu tilfelli. Langt í frá. Stundum nær fólk þannig saman - stundum ekki. No big deal. En í raun get eflaust allir verið sammála um að tjáskiptaformið skiptir ekki öllu máli þegar áhugaverð málefni eru rædd.

.............. En ég meina hey, þið sem þekkið mig vel vitið hvernig og undir hvaða kringumstæðum ég segi þetta ;

Gaman að þessu.. :)

K8

Wednesday, June 21, 2006

Að klessa...

á.

Ég fór í sund í dag- enda blíðskaparveður. Ákvað að fara í Kópavogslaugina svona til tilbreytingar. Ákvað að synda en ekki vera pottormur- svona til tilbreytingar. Það voru tveir að synda og því afskaplega gott pláss fyrir einn í viðbót. Tveir eldri borgarar og svo ég; gott og vel. Eftir nokkrar bringusundsferðir ákvað ég að taka eina svona baksundsferð - svona til tilbreytingar. Greinilegt að ég er mikið fyrir tilbreytingar í dag.

Allavega, þar sem ég er í mestu makindum working on the base tan í baksundsferðinni minni þá BÚMM klessi ég aftan á rassinnn á öðrum eldri borgaranum. Hann vissi ekki alveg hvaðan á sig veðrið stóð (eða öllu heldur vatnið). Ég bað manninn afsökunar, sem var frekar brugðið og svo hélt ég áfram baksundferðinni yfir. Ekki líður á löngu þar til ég syndi á kaðalinn hinu megin í lauginni- klárlega eitthvað úti að synda í dag. Ef það væri til sundlögga þá hefði hún óneitanlega stoppað mig, tjékkað hvort ég væri edrú, beðið um sundskírteinið mitt og svo haldið ræðuna um hvaða stórslys (jafnvel sjóslys) hefðu geta hlotist af slíku vítaverðu sundi. Öss.

Ég synti kílómeter, 19 ferðir bringusund og eina baksund. Næst verða þær bara bringusund.

K8

Tuesday, June 20, 2006

Ofsalega er gaman...

... að lesa góða bók.

Ég er á móti stóriðju
Ég er á móti hernaði
Ég vil varðveita íslenskar náttúruperlur
Ég er fylgjandi því að koma hugmyndum sínum á framfæri áður en einhver annar gerir það

Gaman að lesa góða bók áður en maður fer inn í draumalandið sérstaklega ef hún er um Draumalandið.

... og ég á slatta af blaðsíðum eftir :)

K8

Monday, June 19, 2006

Congratz ladies...


K8

Friday, June 16, 2006

2 Orð

"Takk" og "Fyrirgefðu"

2 af mikilvægustu orðunum í tilverunni.

K8

Wednesday, June 14, 2006

"The rest of my life"

Hvað er það?
................................................ Ég er ennþá að hugsa þetta concept. Ég næ því ekki alveg..................... Neibb, þetta ætlar ekki að síast inn hjá mér. Fyrir stutt heyrði ég "Ég er að leggja grunninn að "the rest of my life". Ég stoppaði og hugsaði um þetta og er augljóslega ennþá að hugsa um þetta.

Hvernig er hægt að leggja grunn að því sem maður á eftir ólifað þegar enginn veit sína ævina fyrr en öll er og meira að segja þá- á því andartaki þegar við deyjum- munum við ekki gera okkur grein fyrir því að þetta er allt saman búið. Það er ekki sjálfsagður hlutur að við verðum gömul og fáum að njóta lífsins með KB- lífeyri og gert allt sem við viljum. Engan vegin. Það er tilviljun. Ég veit ekki hvort ég verð til á morgun, eða á eftir- þó svo það væri auðvitað skemmtilegra.

"Að lifa lífinu til hins ítrasta og lifa sérhvern dag eins og hann væri sá síðasti."
Þetta er gott concept- en er það raunhæft? Ef allir gerðu þetta þá yrði vafalaust ögn meiri ringulreið í samfélaginu. Ögn. Það verður að gera ráð fyrir framtíðinni upp að vissu marki þó svo að ekki sé hægt að taka henni sem sjálfsögðum hlut.

Sem dæmi: Ég fékk mér teina vegna þess að ef ég geri það ekki núna þá gætu tennurnar losnað eftir 5-10 ár vegna fyrirbæris sem kallast "late-crowding". Ég vil það síður. Teinarnir taka ca. tvö ár. Ég geri semsagt ráð fyrir því að losna við teina eftir 2 ár- og þar með koma í veg fyrir fyrirbæri sem gæti gerst eftir 5-10 ár. Þá geri ég ráð fyrir að vera hérna til að brosa framan í heiminn. Og heimurinn mun þá væntanlega hlæja að mér ef allt gengur eftir. En svo veit ég ekkert um það hvort ég detti með tennurnar á kantstein þegar ég er að hlaupa til að ná í súkkulaði til að borða meðan ég glápi á "ER" (ef það verður ennþá til) og enda svo sjálf á slysó. Það er möguleiki á því.

Nú er ég að klára Kennó. Búin að fá allar einkunnir og einingar og það eina sem stendur eftir inni á Uglu er "brautskráning í júní". Haustið 2003 fannst mér vor 2006 vera ROSALEGA langt í burtu. Ég á sterka minningu um það. Ég á líka minningu frá grunnskóla þegar mér fannst ofsalega merkilegt þegar árið 2000 kæmi. Á tímabili var ég líka ofsalega fegin að vera yngri en einhver vegna þess að ég taldi fullvíst að þar sem frumurnar í því fólki væru eldri- þá myndi ég lifa lengur. Saklaus er þankagangur æskunnar.

Tíminn líður hratt, best að vera í góðu skapi því BÚMM - svo hefur feita konan sungið sinn svanasöng.

K8

Friday, June 09, 2006

Auga


Fór á ljósmyndanámskeið. Þar var meðal annars komið inn á að sumt fólk hefur betra auga fyrir ljósmyndun heldur en annað. Verður gaman að sjá hvort ljósmyndasjón mín sé betri en raunsjón. Ég vona allavega að ég þurfi ekki að setja plástur fyrir linsuna annan hvern dag í allt sumar útaf mínu"lazy eye".

K8

Tuesday, June 06, 2006

hexakosiohexekontahexafóbía

Andskoti skemmtilegt orð í tilefni dagsins 06-06-06

K8