Wednesday, June 21, 2006

Að klessa...

á.

Ég fór í sund í dag- enda blíðskaparveður. Ákvað að fara í Kópavogslaugina svona til tilbreytingar. Ákvað að synda en ekki vera pottormur- svona til tilbreytingar. Það voru tveir að synda og því afskaplega gott pláss fyrir einn í viðbót. Tveir eldri borgarar og svo ég; gott og vel. Eftir nokkrar bringusundsferðir ákvað ég að taka eina svona baksundsferð - svona til tilbreytingar. Greinilegt að ég er mikið fyrir tilbreytingar í dag.

Allavega, þar sem ég er í mestu makindum working on the base tan í baksundsferðinni minni þá BÚMM klessi ég aftan á rassinnn á öðrum eldri borgaranum. Hann vissi ekki alveg hvaðan á sig veðrið stóð (eða öllu heldur vatnið). Ég bað manninn afsökunar, sem var frekar brugðið og svo hélt ég áfram baksundferðinni yfir. Ekki líður á löngu þar til ég syndi á kaðalinn hinu megin í lauginni- klárlega eitthvað úti að synda í dag. Ef það væri til sundlögga þá hefði hún óneitanlega stoppað mig, tjékkað hvort ég væri edrú, beðið um sundskírteinið mitt og svo haldið ræðuna um hvaða stórslys (jafnvel sjóslys) hefðu geta hlotist af slíku vítaverðu sundi. Öss.

Ég synti kílómeter, 19 ferðir bringusund og eina baksund. Næst verða þær bara bringusund.

K8

6 Comments:

Blogger �sgeir said...

hej bebis

ákvað að gúgla verðandi bekkjarfélaga mína og fann síðuna þína!!! skemmtilegt blogg :D

ég hef sjálfur lent í ófáum sundhörmungunum í gegnum tíðina.... láttu mig þekkja þetta.... besta ráðið er að mæta næst í öðruvísi sundbol og með græna sundhettu.... jafnvel lituð sundgleraugu.

hvernig væri að bjóða í bekkjarhitting áður en að skólinn byrjar??? hrista aðeins upp í liðinu fyrir veturinn?!?! ég er alveg geim í að plana eitthvað slíkt.

kveðja
ásgeir helgi

www.asgeirhelgi.blogspot.com

11:02 PM  
Blogger Katrín said...

Oh my dearest 311 ;)

Þetta hljómar ekki svo galið með grænu sundhettuna og lituðu sundgleraugun. Gæti jafnvel komið með bláar froskalappir- bara svona til að vekja á mér enn minni athygli :)

Ég er er í stuði fyrir bekkjarhitting og hristing... og jafnvel hrist hanastél on the side.

Hér með er stofnuð skemmtinefnd fyrir bekkinn okkar, hana skipa ég og þú. Þú mátt vera formaður skemmtinefndar þar sem þér datt þetta í hug og ég skal vera varaformaður (þar sem ég samsinnti þér). Skýrt og skorinort. Tek það fram að þetta er ekki "þróunarverkefni" :) Þetta er niðurneglt.

Þetta er án efa lengsta komment hingað til- eins konar blomment. Nýyrði dagsins.

K8

P.s. þú ert hér með orðinn hlekkur.

8:54 PM  
Blogger Katrín said...

Æjjjj... :) Mér þykir líka ofsalega ofsalega ofsalega vænt um þig.. knúúúús.

Kv. þín systir,

K8

7:13 PM  
Blogger Erla Perla said...

Það er líka spurning um að synda einn á braut, þá klessir maður ekki á neinn ;) Ég hlakka mikið til þegar ég má fara að synda aftur, þá syndi ég bak, bringu og skrið og fer bara beint ;)

Erla Perla

11:50 AM  
Blogger Katrín said...

Já, ... þú leiðbeinir mér kannski inn á beinu brautina ;) .. en ég get þó státað af því að vera rosa góð í kafsundi- get synt um 35 metra í kafi.. nokkuð gott bara! :)

K8

8:11 PM  
Blogger Arni said...

Hef lent ótal oft í þessu þar sem ég er í mínum sund-sundskýlum. Ég syndi hart skriðsund og týni upp eldri borgara en sumir eiga sýnar brautir og vilja ekki gefa þær eftir. Þú verður að passa þig, annars gætu 2-3 legið á botninum eftir þig og þá færirðu fyrst að heyra í sundlöggunum...

3:37 AM  

Post a Comment

<< Home