Wednesday, May 24, 2006

Hvar er fjarstýringin þegar hennar er þörf?

Ég er núna búin að týna fjarstýringunni. Ég á það til að týna öllu mjög oft. Mjööög oft. Ég var að borða svo mikið af eggjum og baconi að ég get ekki einu sinni staðið upp til að leita að henni. Barnatíminn er í sjónvarpinu. Ekki að undra hvernig æskan er orðin nú til dags þegar þetta er það sem fyrir augum ber.

Núna er þáttur um Guffa og hann er að læra að synda. Fyrst er verið að kenna hvernig á að læra að skipta um föt í baðklefa. Guffa tekst það ekki, og baðklefinn var rétt í þessu að detta ofan í sjóinn. Þannig drukknar fólk- en það fylgdi ekki sögunni. Það kom einu sinni fyrir kærustupar í Noregi þar sem Bestemor og Bestefar bjuggu. Kærustuparið var að kela úti á bryggju ofan í svefnpoka sem rúllaði ofan í sjóinn og þau drukknuðu bæði. Núna er Guffi að læra að stökkva á stökkbretti, hann datt ofan í tóma sundlaug og fór í gegnum steinsteypuna. Frekar fyndið. Hahahah.

Á undan þessum barnatíma var svona "fræðslubarnatími". Þegar ég var lítil þá var það "Líf í nýju ljósi", sem var reyndar mjög vitsmunlegur þáttur, sem fræddi börn. Hann kenndi mér rosalega mikið um mannslíkamann og rauðu og hvítu blóðkornin o.s.frv. Núna veit ég ekki alveg hversu mikil fræðsla var í gangi. Það var semsagt einn strákur, sem átti appelsínugulan gullfisk. Gullfiskurinn var líka rangeygður sem mér fannst draga úr trúverðugleika hans. (Þeir hefðu getað haft fiskinn með gleraugu fyrst að hann gat verið með rúm og sæng og kodda ofan í fiskabúrinu). Svo var semsagt gullfiskurinn að fræða strákinn um íkorna. Og að íkornar væru ekki með vængi heldur með skinnbúta á milli fram og afturlappanna. Þar af leiðandi flygju þeir ekki. Þeir svifu um loftin þar til þeir lentu á næstu grein. Þetta var það eina sem var talað um þessum þætti- þennan flugíkorna. Börn hafa alveg stærri heila en að þau taki bara inn upplýsingar um einn flugíkorna og skinnbútinn hans í tuttugu mínútur.

Annars er kvöldmaturinn aðeins farinn að sjatna í mér og ég ætla að halda leitinni áfram að fjarstýringunni.

K8

2 Comments:

Blogger fló said...

Lata Beikonbolla!

hehe....


ást.

11:35 AM  
Blogger Katrín said...

Það þarf þó meira effort í að steikja egg og bacon heldur en að stinga 1944 í örbylgjuna. You have to give me some credit you know!

K8

7:04 PM  

Post a Comment

<< Home