Sunday, May 21, 2006

Mér er spurn

Erfiðar aðstæður

Ég er föst.
Reyndar alveg pikkföst.
Ég kemst hvorki aftur á bak né áfram.
Síminn minn er batteríslaus.
Ég get ekki einu sinni hringt á vöku-bíl.
Ohhhh..... pirringur.
Það er ennþá næturfrost.
Á ég að ganga tilbaka að næsta bæ?
Á ég að bíða eftir dagrenningu og halda svo áfram?
Verður kannski bara gluggaveður enn einn daginn?
Stundum þarf bara að bíta á jaxlinn og halda áfram.
Þó það sé kalt.
Mjög oft gluggaveður úti þessa dagana.
Ég fer stundum út, en sjaldan núorðið.
Er oft ekki nægilega vel klædd og verður þá kalt.
Þarf að fara heim, fara í þykkari peysu.
Jafnvel dúnúlpu.
Stundum er nauðsynlegt að vera vel klæddur.
Hrollur getur verið lengi að hverfa úr líkamanum.
Ég fór út um daginn.
En ég var ekki nægilega vel klædd, langt í frá.
Ég hélt í alvöru að sumarið væri komið.
En það var misskilningur- mikill misskilningur.
Hvenær kemur eiginlega sumarið?
Skyldi það einhvern tímann koma?
Hvenær koma hlýjar íslenskar sumarnætur aftur?
Mörgum spurningum greinilega ósvarað.
Skyldi ég nokkurn tímann fá svör við þeim?
Ég veit það ekki.
Ég veit bara ekkert um það.
Æ fuck it.
Það kemur í ljós- eins og allt annað.


K8

2 Comments:

Blogger fló said...

Ég verð að viðurkenna að ég hreinlega veit það ekki heldur. Því miður. Ég veit ekki neitt. :/

11:54 PM  
Blogger Katrín said...

Ok, það er fínt. Þá getum við verið tómar í hausnum saman- höfum nú gert annað eins áður.

K8

12:55 PM  

Post a Comment

<< Home