Ekki vera kjáni
Einu sinni fyrir langa löngu var ofsalega gaman að gera símaat. Ég gerði oft símaat. Tók reyndar ekki "Er Bolli heima"? Nei. "En undirskál"?. Það var svo predictable. Fer ekkert nánar út í það hérna hvers konar at ég gerði. Þetta var fyrir tíma símanr.birtisins. Gleymi því aldrei þegar ég gerði at og persónan var með símanr.birti- það var í síðasta skiptið sem ég gerði símaat.
Svo var rosalega mikið sport að gera dyrabjölluat. Gerði líka stundum dyrabjölluat. Það var meiri áskorun af því að þá þurfti maður að hlaupa í burtu og fela sig áður en íbúarnir komu til dyra. Stundum var hægt að hlaupa undir stiga eða niður í hjólageymslu og fela sig í hnipri og halda niðri í sér hlátrinum. Það tókst þó misvel. Dyraatin voru þó langskemmtilegust í blokkum... bara renna höndinni niður eftir öllum bjöllunum og svo hlusta þegar íbúarnir færu að tala saman. Við gerðum þetta stundum úti í Engihjalla. En nei nei, núna er búið að setja upp ótalmargar eftirlitsmyndavélar í Engihjallanum og víðar svo það er ekki eiginlega ekki hægt að gera dyraat í blokkum lengur.
Msn. Já, msn... Alls konar tricks hægt að gera með því. Skrá sig inn "offline" og gá hverjir eru inni, svo getur maður verið "away" en er þó ekkert away, svo er hægt að vera "busy, out to lunch, on the phone" o.s.frv. Einn valmöguleikinn er að blocka fólk, þ.e. þannig að viðkomandi sjái bara aldrei hver staða þín er. Það er gert með svokölluðum "blockchecker". Ég blockaði einu sinni contact hjá mér og brá heldur betur í brún þegar viðkomandi hringdi í mig um leið og ég skráði mig inn og spurði "af hverju ertu að blocka mig? ". Ég taldi mig hafa haft gilda ástæðu til þess og sagði hver hún var- en bað þó viðkomandi afsökunar. Hann sagði svo við mig að ég hefði frekar átt að segja honum hvernig málin væru í pottin búin heldur en að blocka sig því þetta hefði verið svolítið kjánalegt. Ég viðurkenni það. Þarna var ég kjáni.
Það er kjánalegt að blocka fólk. Sérstaklega í ljósi þess að rétt eins og með símanr. birtinn og eftirlitsmyndarvélarnar þá eru núna til þessir "blockcheckers". Það er eiginlega jafnkjánalegt að blocka einhvern eins og að fara í fýlu og tala aldrei við manneskjuna aftur án þess tilgreina ástæðuna. Persónulega er ég fylgjandi því að tala út um málin og hreinsa loftið. Þeir sem vilja ekki útkljá málin verða bara að eiga það við sjálfan sig að vera kjánar. Eins og ég hef komið inn á áður þá verður fólki ekki stjórnað, og þá allra síst kjánum.
Því er heimspeki dagsins: Ekki vera kjáni.
K8
Svo var rosalega mikið sport að gera dyrabjölluat. Gerði líka stundum dyrabjölluat. Það var meiri áskorun af því að þá þurfti maður að hlaupa í burtu og fela sig áður en íbúarnir komu til dyra. Stundum var hægt að hlaupa undir stiga eða niður í hjólageymslu og fela sig í hnipri og halda niðri í sér hlátrinum. Það tókst þó misvel. Dyraatin voru þó langskemmtilegust í blokkum... bara renna höndinni niður eftir öllum bjöllunum og svo hlusta þegar íbúarnir færu að tala saman. Við gerðum þetta stundum úti í Engihjalla. En nei nei, núna er búið að setja upp ótalmargar eftirlitsmyndavélar í Engihjallanum og víðar svo það er ekki eiginlega ekki hægt að gera dyraat í blokkum lengur.
Msn. Já, msn... Alls konar tricks hægt að gera með því. Skrá sig inn "offline" og gá hverjir eru inni, svo getur maður verið "away" en er þó ekkert away, svo er hægt að vera "busy, out to lunch, on the phone" o.s.frv. Einn valmöguleikinn er að blocka fólk, þ.e. þannig að viðkomandi sjái bara aldrei hver staða þín er. Það er gert með svokölluðum "blockchecker". Ég blockaði einu sinni contact hjá mér og brá heldur betur í brún þegar viðkomandi hringdi í mig um leið og ég skráði mig inn og spurði "af hverju ertu að blocka mig? ". Ég taldi mig hafa haft gilda ástæðu til þess og sagði hver hún var- en bað þó viðkomandi afsökunar. Hann sagði svo við mig að ég hefði frekar átt að segja honum hvernig málin væru í pottin búin heldur en að blocka sig því þetta hefði verið svolítið kjánalegt. Ég viðurkenni það. Þarna var ég kjáni.
Það er kjánalegt að blocka fólk. Sérstaklega í ljósi þess að rétt eins og með símanr. birtinn og eftirlitsmyndarvélarnar þá eru núna til þessir "blockcheckers". Það er eiginlega jafnkjánalegt að blocka einhvern eins og að fara í fýlu og tala aldrei við manneskjuna aftur án þess tilgreina ástæðuna. Persónulega er ég fylgjandi því að tala út um málin og hreinsa loftið. Þeir sem vilja ekki útkljá málin verða bara að eiga það við sjálfan sig að vera kjánar. Eins og ég hef komið inn á áður þá verður fólki ekki stjórnað, og þá allra síst kjánum.
Því er heimspeki dagsins: Ekki vera kjáni.
K8
2 Comments:
Ég er sammála þér, eins og oft áður, mín kæra. :)
Mér þykir það ekki bera vott um góðan karakter að vilja ekki útkljá þau mál sem á útkljáun þurfa að halda, ef hægt er að orða það svo. Á endanum þurfa öll kuml að komast til grafar...
Held að ég skelli á mig Block Out spf 25 varasalva og hendi mér út í góða veðrir á meðan það varir.
Ást og yndi yfir til þín frá mér.
Veðrið leikur við landann..
Búin að byrgja fyrir gluggann með álpappír eins og svo oft áður..
Endilega fáðu þér block-varasalva, ákaflega óþægilegt að sólbrenna á vörunum.. láttu mig þekkja það!
K8
Post a Comment
<< Home