Tuesday, April 25, 2006

Nýyrði: Stjarfklofi

Stjarfklofi:

1) Einhver sem setið hefur við tölvu í samfleytt 6 klst. eða lengur.

2) Einhver sem getur ekki haldið uppi samræðum vegna doða í heila sökum tölvugeisla

3) Einhver sem þarf á miklum sykri að halda með reglubundnu millibili til að halda einbeitingu

4) Einhver sem er svo fölur að hann er grænn

5) Einhver sem drekkur aðeins of margar 1/2 líters coke flöskur á dag

6) Einhver sem er kominn með þurrk í augnbotna útaf "oflestri" eins og augnlæknir orðar

7) Einhver sem samræmir ekki tal og hugsun

8) Einhver sem liggur útaf og lætur símann hvíla á eyranu í stað þess að halda á honum útaf þreytu í höndunum

9) Einhver sem fletti upp á orðinu "stjarfklofi" orðabók en það reyndist ekki vera alvöru orð

10) Einhver sem ætlar að fá sér fjórfaldan G&T og öskra "Takk og bless" 24. júní n.k.


Ég er einhver.

K8

4 Comments:

Blogger fló said...

11) Einhver sem nennir að telja upp 10 útskýringar á nýyrði, þar sem það er skemmtilegra en að skrifa ritgerð.

híhí.... :)

4:23 PM  
Blogger Katrín said...

12) Einhver sem fær ofbirtu í augun þegar hann fer út úr húsi af því hann hefur ekki séð sólarljós sl. vikur.

K8

12:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

4xg&t!!
4 glös!!

6:41 PM  
Blogger Katrín said...

Erum við þá að tala um 4 x fjórfaldan?.. :) :) Held mér veiti nú bara ekki af því. Set á mig gloss og fæ mér í glas!

Takk fyrir langt og gott samtal þrátt fyrir að það hafi eflaust aukið geislavirknina í hausnum til muna:)

... "Ég þarf að fara NÚNA!"

K8

2:50 PM  

Post a Comment

<< Home