Saturday, April 15, 2006

Venjuleg saga




Venjulegur dagur hjá hr. Venjulegum í Venjulegalandi

Einu sinni sem oftar vaknaði hr. Venjulegur við vekjaraklukkuna sína. Hún hringdi, eins og venjulega, á slaginu 07:20. Hr. Venjulegur fór í sína venjulegu sturtu, klæddi sig og fékk sér að borða. Það var það sama og venjulega, cornflakes með léttmjólk. Að venju fletti hr. Venjulegur Fréttablaðinu (en sleppti að lesa bakþankana af því að það var trúaráróður frá Jóni Gnarr) ásamt Mogganum. Að lokum kyssti hann frúna venjulega morgunkossinum bless og hélt svo til vinnu. Sinnar venjulegu vinnu. Allt var svo ofsalega venjulegt... það var næstum óvenjulegt.

Hr. Venjulegur keyrði alltaf sömu leiðina í vinnuna, hlustaði alltaf á morgunþátt Bylgjunnar og lenti á rauðu ljósi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Það brást ekki. Hr. Venjulegur vonaðist alltaf til þess að finna hina einu sönnu “ást á rauðu ljósi” en eins og venjulega var bara einhver gamall karl með hatt við hliðina á honum. Svekk.

Hr. Venjulegur fann svo loksins bílastæði þegar klukkan var 2 mínútur yfir átta, hann vissi að hann var orðinn seinn- en það var venjan. Í lyftunni á leið upp á “fjórðu” mætti hr. Venjulegur iðulega sætu ritarastelpunni sem brosti hæversklega til hans, en hún fór út á annarri hæð. Svekk. Herra Venjulegur óskaði þess alltaf að lyftan yrði stopp því hugsanlega- hugsanlega þá fengi hann loksins að kynnast þessu rómaða “lyftu-kynlífi” sem alltaf er talað um í bíómyndunum. En eins og venjulega þá stoppaði lyftan ekki. Svekk.

Hr. Venjulegur var kominn með nóg af sínu hversdagslega lífi. Allt var bara eitthvað svo venjulegt. Hjónabandið, börnin, afborganirnar, árlega ættarmótið þar sem allir voru leiðinlegir og hann þekkti engan hvort eð er. Að fara í “gymmið” eftir vinnu og hitta “félagana” einu sinni í viku. Þetta var allt svo venjulegt. Herra venjulegur tók ákvörðun þennan dag. Hann ákvað að gera alltaf óvenjulega hluti hér eftir. Hann skyldi svoleiðis lifa á ystu nöf og vera framúrstefnulegur að annað eins hefði ekki sést í marga áratugi. Já, uppfrá þessu skyldi hr. Venjulegur verða HR. ÓVENJULEGUR. Vinsældir hans skyldu verða gríðarlegar. Hann skyldi njóta jafnmikillar hylli og bumbubaninn og bláa fótanuddtækið- nema hann skyldi svo sannarlega ekki enda niðri í geymslu. Ó nei, hr. Óvenjulegur var kominn til að vera.

Herra Óvenjulegur stóð upp og í stað þess að klæða sig í frakkann sinn þá fór hann úr fötunum og fór í lyftuna og hélt heim á leið. Venjulega hefði hann ekki hitt sætu ritarastelpuna á niðurleið en af því þetta var upphafið á nýju lífi hr. Óvenjulegs þá að sjálfsögðu hitti hann sætu ritarastelpuna á niðurleið og það reyndist ekki þörf á að stoppa lyftuna. Frá annarri hæð og niður á jarðhæð áttu þau stórkostlegt “lyftu-kynlíf”- alveg eins og í bíómyndunum. Ekkert svekk.

Að svo búnu hélt hr. Venjulegur heim á leið, glaður í bragði. Hann lenti ekki í venjulegu umferðarteppunni á leiðinni heim í venjulega parhúsið sitt í Hafnarfirði. Hann lenti að vísu á rauðu ljósi á Miklubraut/Kringlumýrarbraut en það var gyðja við hliðina á honum. Sem var óvenjulegt. Ekkert svekk.

Í stað þess að stoppa heima hjá sér keyrði hr. Óvenjulegur til Keflavíkur og tók flugvél til Óvenjulegslands þar sem hann lifði sælulífi það sem eftir var. Aldrei fleiri gluggapóstar, afborganir, ljótir krakkar og nöldrandi eiginkona. Aldrei fleiri venjulegir dagar með hinni venjulegri rútínu. Aldrei fleiri venjuleg og leiðinleg ættarmót. Hér eftir yrði allt breytt. Hér eftir yrði allt óvenjulegt.

Endir.

K8

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

óvenjulegt blogg,... bættu við mynd!
:)

kv. B

3:07 AM  
Blogger jonas said...

ósköp venjulegt blogg - venjulegar langanir, venjuleg orð og venjulegur endir...

en þetta er samt óvenjulegt komment.

ef orðið venjulegt er komið af því að gera eitthvað af vana þá er eiginlega bara eitt sem ég geri - og það er að stunda kynlíf á morgnanna. það er samt hreinlega ekkert venjulegt við það. þó það sé venjulegt.

vright.

vjónas.

10:21 AM  
Blogger Katrín said...

Svo óvenjulega vill til að blogger neitar að hlaða upp myndum núna. Vonandi get ég bætt úr því. Ég er samt búin að teikna mynd!

Jónas!
Þetta komment var óvenjulegt að því leytinu til að þú skrifaðir allt með litlum stöfum - líka á eftir punkti. Annars var allt hitt bara venjulegt :)

K8

1:57 PM  
Blogger jonas said...

ég kemst ekki á msn en ég sendi þér meil á gmail hjá þér - kíktu á það!

7:17 PM  

Post a Comment

<< Home