Friday, March 31, 2006

ljóð

Óður til lesenda

Nú langt um liðið er,
síða þessi grotna fer,
ef rita ég eigi nú.

Menn mig spyrja; Hvað er títt?
Ég því svara: Ekkert nýtt!
Þar fór kenning sú.

Þegar úti gott er veður,
er sólin skín og mitt hjartað gleður,
þá bregði ég mér í sund.

Vetrarvindar blása – þá fer ég ei út,
þeir kæla minn kropp og setja að sút,
kakó gleður á slíkri stund.

Á ég að sitja við ritgerðarskrif,
en kýs þá heldur að fást við þrif,
það samræmist eigi mér.

Holan er eins og Hiroshima,
í þrif ég eyði ei óþarfa tíma,
les frekar um konung Lér.

Nú dagur senn að kveldi er kominn,
við tölvuna sit ég frekar dofin,
og skrifa þetta ljóð.

Þegar gætir nýrra frétta,
ykkur ég segi þá allt af létta,
með því kveður hið unga fljóð.

K8

2 Comments:

Blogger jonas said...

poetic are we?

i might just counter that hun'

5:54 AM  
Blogger Katrín said...

Komdu nú að kveðast á,
að kveða það er gaman.
Ég læt það ekki á mig fá,
þótt línur rím'ei saman!

K8

5:08 PM  

Post a Comment

<< Home