Friday, March 03, 2006

Flabbergasted

Einu sinni fannst mér skemmtilegt þegar einhver teiknaði nokkra punkta á blað og svo fékk ég að teikna furðuverur út frá því. Það var svona eins konar byrjun- einhver sem startaði mér. Ég hef reyndar lúmskt gaman að því ennþá. Ég bað um lykilorð um daginn til að starta mér á ný í skrifum. Mér til óvæntrar ánægju fékk ég úthlutað orðinu "flabbergasted" (to flabbergast). Hvað merkir það? Ég bendi ykkur hiklaust á orðabók.... það mun koma ykkur skemmtilega á óvart!

Stálmúsin eða Katmobil átti að fara í bað um daginn. Ég fór með hana á þvottastöðina og skrúbbaði og skrúbbaði (að ég hélt nægilega vel). Ég var rosalega ánægð með þetta góða framlag mitt til betri lifnaðarhátta og umhirðu við minn staðfasta farskjótta. Já, neinei - sól í Reykjavík og mjög svo greinilegt að ég hafði ekki skrúbbað sem skyldi. Það er svolítið um "burstaför" á lakkinu. En ég ætlaði sumsé að ráða bót í máli og kom við á þvottastöðinni í fossvogi. Já, neinei- lokað fyrir vatnið útaf hitastigi. Great.

Annars er ég á móti of-þrifnaði og hef alltaf verið. Fólk á ekki að þrífa of oft heima hjá sér né fara í bað alltof oft. Held að með því móti komist maður hjá því að rækta með sér ofnæmi fyrir hinum og þessum hlutum. Heyrði einhvern tímann þá sögu að gott væri að fara í pottana á vissum tíma dags þegar visst gerlastig væri sem mest til þess að styrkja ónæmiskerfið sitt. Ég ætti kannski að fara að stilla inn á þennan tíma dags til að fá meira fyrir 200 kallinn minn en græna sápu og húðflögur annarra. Huggulegheit í pottunum :)

Ábending dagsins: Myndin hér til hliðar sýnir mjólkurkex frá Frón í bláum pakka og undir er letrað "gróft og ósætt kex". Vildi koma því á framfæri að grófa mjólkurkexið frá Frón er rauðum pakkningum- ekki bláum.

Maður dagsins: Lester Burnham

K8

3 Comments:

Blogger jonas said...

Flabbergasted já - finnur fleiri skemmtileg orð í þríleiknum Leiðsöguvísir Puttaferðalangs um Stjörnukerfið (sem fjarlægist reyndar þríleik alltaf meira og meira með hverri nýrri bók í honum - ætti samt að hætta þar sem höfundurinn er látinn).

9:08 AM  
Blogger Katrín said...

Sögurnar í þríleiknum náðu að verða fimm.... og svo ef þú ert jafnheppinn og ég að eiga the ULTIMATE collection þá færðu eina bónus sögu:) En já, blessuð sé minning Douglas Adams...

11:22 AM  
Blogger jonas said...

þú verður nú að fara að vera aktífari Katrín - ég er farinn að slá þér við í bloggfjölda!!! og þá er nú mikið sagt því ég er ekki maður margra orða - eða setninga ef út í það er farið...

7:21 AM  

Post a Comment

<< Home