Seigla
Þetta er jólakaktus. Hann er eina plantan sem mér hefur nokkru sinni tekist að halda á lífi. Eitt sinn þá dró ég ekki gardínurnar (teppið) frá glugganum í marga marga... well, ansi marga daga og þá varð jólakaktusinn fjólublár og skorpinn. Margir héldu að þetta væri hans síðasta en ég neitaði að gefa hann upp á bátinn- ætlaði ekki að verða manneskja sem tekst að drepa kaktus.
Ég dró gardínurnar frá, gaf honum að drekka og leyfði honum að standa og baða sig í sólskininu það sem eftir var sumri. Smám saman fór jólakaktusinn að grænka og ekki leið á löngu þar til hann fór að blómstra!
Ég hef nú gætt þess síðastliðið ár að hann fái vatn og sólarljós með reglulegu millibili eins og sönnum húsbónda ber að gera. Um daginn gleymdi ég að draga gardínurnar frá í nokkra daga og varð svo skyndilega hugsað til plöntunnar minnar; ég hafði næstum gleymt henni! Mér til ánægju og yndisauka þá blasti við mér fögur sjón er ég dró gardínurnar frá. Þarna var hann vinurinn kæri, kominn í fallegan blóma og blikkaði til mín. Hann hvíslaði: Hey Kata! Ekki gleyma mér nú sem ég er farinn að blómstra! Ég kinkaði kolli, fór með hann inn á bað og gaf honum vatnssopa.
Jólakaktusinn kom inn í líf mitt á nákvæmlega sama degi og ég hóf skriftir mínar í Netheimum eða þann 21. desember 2004. Ég hef sinnt þeim tveimur misvel. Ég hef tekið góðar skorpur í skrifunum þar sem hægt er að segja að máltakssjúklingurinn gegni hlutverki brumsins og svo hef ég jú oft munað eftir því að vökva blómið mitt. En þetta eru harðgerðir hlutir sem gefast ekki auðveldlega upp.
Góðar stundir.
K8
6 Comments:
já seigla - ég held til dæmis áfram að skrifa þó svo að það líði alltaf nokkrir dagar á milli pósta hjá mér...
Þú ert yndisleg, mín kæra.
Það er nú ekkert að því að hafa drepið kaktus! Það hefur mér tekist í tvígang..
Bestu kveðjur úr fjarnáminu,
Erla enskugella
Það er toppurinn að vera í teinóttu.... :) muhahahahahaha
Fló mín góð... ég gleymdi að segja þér að ég hef nú fengið mér munnskart nokkurt... I prefer to call it my "tooth-bracelet"
K8
Teinar eru töff!
Fólk sem ekki hefur fengið sér teina er asnalegt..
ég sakna teinanna minna.. :)
Ég er töffari
Post a Comment
<< Home