Wednesday, May 03, 2006

Once in a lifetime

Þetta er tekið af mbl.is svo að copyright sé nú alveg í lagi. Ég mun ekki sofa á verðinum heldur horfa stíft á klukkuna á þessu augnabliki. Mér finnst það þess virði.


Veröld/Fólk mbl.is 3.5.2006 15:34
Talnaröðin 01.02.03, 04/05/06 mun myndast í nótt
Sú merkilega talnaröð mun myndast í eina sekúndu í fyrramálið að klukka og dagsetning munu mynda saman tölurnar 1-6 í réttri röð, nánar tiltekið kl. 1.02 og þremur sekúndum betur á fjórða degi fimmta mánaðar 2006. Þannig myndast tímaröðin 01.02.03, 04/05/06 ef klukka og dagsetning eru lögð saman. Þetta er kannski ekki merkilegt að neinu leyti nema fagurfræðilegu og þeim sem gífurlegan áhuga hafa á tölum. Það sem þó má þykja merkilegt er að þeir, sem nú eru á lífi, munu aðeins upplifa þetta einu sinni um ævina, þar sem tímaröðin mun næst myndast 4. maí 2106.
Í Bandaríkjunum hefur slík tímaröð þegar myndast, þ.e. 5. apríl, þar sem þarlendir víxla tölunum sem eiga við dag mánaðar og mánuðinn. Tæknilega séð verður maður þó að taka sér það bessaleyfi að sleppa 20 í ártalinu 2006, en það er þó oft gert til styttingar. Sky fréttavefurinn benti á þessa merkilegu staðreynd.

Ég ætla nú að bæta sjálf við að það eru alveg möguleikar á að fólk sem er lifandi í dag upplifi þetta aftur þó svo ég dragi það í efa að ég sjálf nái 123 árum. Hæsti lífaldur sem náðst hefur í dag er að ég hygg 122 ár. Það segir allavega google. Við skulum sjá til.

K8

0 Comments:

Post a Comment

<< Home