Thursday, May 18, 2006

Breytingar eru....

...ekki alltaf til hins betra.

Var að koma úr bæjarrölti um miðbæ Reykjavíkur. Settist inn á Café París og fékk mér snæðing þar. Snæðingurinn var mjög góður, en staðurinn hefur nýlega verið opnaður eftir að hafa fengið andlitslyftingu. Vægast sagt mikla andlitslyftingu. Það var bara alls ekki sami bragurinn á staðnum. Það var komið svona "ummtzzz-ummtzzz-ummtzzz" hljóð í staðinn (Ég get tekið tóndæmi við tækifæri). Staðurinn var orðinn svolítið a la Ólíver. Svona hipp og kúl staður. Þar sem ég hef verið afskaplega dugleg við að fara ekki á skemmtanalífið að undanförnu veit ég ekki hvort þetta er orðinn djammstaður eða ekki. En það var allavega svona frekar há tónlist, þannig að maður þarf að hækka röddina og segja "ha"- hvimleiður fjandi.

Ég vil fá gamla Café París aftur þar sem ég get gengið inn á móti Apótekinu, þar sem það eru "efnisbútar" í loftinu sem hylja ljósin og svo Thor Vilhjálmsson og félagar að ræða heimspeki dagsins á borðinu við hliðina. Kakó með rjóma í lituðum bolla. Svona kósý staður. Ekki svona kaldur eins og hann er núna.

Ég veit ekki, ég er kannski svolítið afturhaldssöm á þessa hluti en sumu þarf ekki að breyta.

Gamla Prins Póló
Appelsínu guli og græni svalinn
Bleika undanrennan
Græni hundraðkallinn
Brúni fimmtíukallinn
300 kall í bíó
3-5-7-9 og 11 bíó

Og svona mætti lengi telja..

K8

0 Comments:

Post a Comment

<< Home