Saturday, May 27, 2006

Djammmmmmmmmmmm :)


Þegar dansstúlkur djamma þá er ekkert til sparað. Fyrst var grillað og þar sem ég er þekkt fyrir einfaldleika og fljótlegheit í matargerð þá kom ég með pylsur. Þjóðarréttinn sjálfan. Aðrir komu með marineraðar steikur bakaðar kartöflur og meðlæti. Þetta minnti mig óneitanlega á nordjobb sumarið í Svíþjóð 2003 þegar ég bjó með 17 finnskum stúlkum sem voru alltaf að sjóða kartöflur, elda og baka. Það var sumarið sem ég lifði á Billies örbyrgjupizzum og McDonaldshamborgurum. (Staðurinn var semsagt í styttri fjarlægð heldur en matvörubúðin). Læt eina mynd fylgja með. Ég hélt mig þó við pylsurnar lystugu, þrátt fyrir að hafa fengið boð um "hreinni" náttúruafurð.

Oft getur verið skemmtilegt að fylgjast með hvernig samræður breytast yfir borðhaldi. Við fórum t.d. að tala um að það væri ekkert að því að borða dýr og skjóta þau með byssu í hausinn í sláturhúsi. En svo ef þetta hefði verið hann Gráni úti á Túni, þá þótti sumum það annað mál. Ég held ég vildi frekar borða Grána minn en að Láta hann fara til spillis. Eins og Þór Magnússon Óðalssbóndi mælti í Dalalífi "Ég borða ekki vini mína"-en svo fannst hann sjálfur að grilla sér kjöt úti í runna. Og þar með skaut hann sjálfan sig með hálfgerðri kindabyssu í fótinn.

En áfram með gærkvöldið....

Við héldum áfram að drekka og borða og vorum flest að fagna próflokum og sýningalokum þannig að það var ekki beinlínis verið að spara til með veigarnar, hvorki í föstu né fljótandi formi. Einhvern tímann heyrði ég "Beer in your wine, and you'll be fine", "wine in your liquor and you'll get sicker"... Framvegis blæs ég á þær mýtur. Þetta blandast allt saman í mallanum og ég er allavega bara mjög hretz í dag :) Sá tími ársins er samt kominn að það er orðið bjart úti þegar maður er að fara heim af næturlífinu. Allavega þegar það er kl. hálfssex.

Við leigðum okkur limmósínu til að koma með stæl í bæinn. Þar sem ég er vön að ferðast með limmósínum þessa lands þá verð ég að segja að eðalvagnsbílstjórinn í gær hafi verið alveg sérstaklega umburðarlyndur. Við stilltum á alls konar skemmtilega dansstelputónlist og það var mjög gaman. Svo máttum við líka hafa alla drykkina með okkur í bílinn- sem er kostur framyfir leigubíla. Limmósínan kostaði mig helmingi minna frá Mosfellsbæ og niður í miðbæ Reykjavíkur heldur en frá bænum og heim í Kóp. Reyndar þurfti ég að sjá um að borga hann ein.

Sumarið er allavega byrjað:)

K8


2 Comments:

Blogger jonas said...

já hvað mig hlakkar til að koma heim og djamma almennilega - og vera úti í sumarnóttinni og labba heim þegar allt er orðið bjart úti - verður hreinlega ekki betra held ég...

ég öfunda þig Katrín!

Kennslukona!!

7:05 AM  
Blogger Katrín said...

Ekkert jafnast á við djamm í 101 rvk. Ekki neitt. Og þó Akureyri og "í sveitinni", séu á Íslandi þá er það ekki sambærilegt- ekki heldur hægt að labba heim frá Akureyri eða sveitinni.

Þannig að- jább, skil að þú öfundir mig Jónas!

Stjórnmálafræðingur!!!!! :)

12:44 PM  

Post a Comment

<< Home