Thursday, September 22, 2005

Umferðar-daðrari

Jújú, ég viðurkenni það: Ég er umferðardaðrari. Hvað felur það í sér? Jú, ég er þessi týpa sem skoðar sig um í umferðinni, horfir á fallegt umhverfið og þá sérstaklega í baksýnisspeglinum. Þetta er ansi skemmtilegt sport... sérstaklega ef að einhver fer hjá sér. Ég hef sett saman ljóð er tengist þessu viðfangsefni og hljóðar það svo:


Ást á rauðu ljósi

Þú rennir upp við hlið mér,
ég lít á þig.
Við höfum aðeins þrjátíu sekúndur...
Augu okkar mætast,
ég lít undan.
Augu okkar mætast,
þú lítur undan.
Vandræðalegt bros.
Svo beygir þú til hægri,
en ég held áfram á
grænu ljósi.

K8

3 Comments:

Blogger Katrín said...

Hæ Óli...
Já svona eye-contact getur verið mjög skemmtilegt :) Skemmtilegt ljóðið þitt..

p.s. þekkjumst við?

7:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, Begga.... Þekki nokkrar skemmtilegar Beggur... þú verður að vera aðeins nákvæmari :)

11:47 PM  
Blogger Katrín said...

Já, það er sko hin eina sanna Berglind mín.... :)

Ertu ekkert að pára sjálfur á einhverja vefsíðu sem ég get skoðað?

3:10 PM  

Post a Comment

<< Home