Thursday, October 20, 2005

C-vítamín

Ég hef unun af því, og hef alltaf haft, að spá og spekúlera í máli og málvenjum. Mér finnst afar heillandi þegar fólk kann að koma fyrir sig orði og notar myndmál og tilvísanir ýmis konar til að glæða mál sitt lífi. Ég aðhyllist hreintungustefnu og vil að við varðveitum íslenska tungu sökum þess hversu fámenn þjóð við erum og þeirrar staðreyndar að málið hefur harla lítið breyst í aldanna rás...

Ég er nú einu sinni að læra að verða enskukennari og með tilliti til þess hef ég mikið pælt í þýðingu orða og máltaka. Getur það verið bráðskemmtileg afþreying en á það þó stundum til með að verða að þráhyggju... sem er ekki alveg jafnbráðskemmtileg. Nú hefur gífurleg þörf myndast innra með mér til að uppræta afar landlæga og almenna villu sem tengist þeim saklausa hlut; LÍMONAÐI

Leyfið mér að útskýra.... (mig klæjar í fingurna af kátínu við skriftir þessar)

Lemon = Sítróna
Lime= Límóna
Þar af leiðir=
Lemonade= SÍTRÓNAÐI... EKKI LÍMÓNAÐI!!!! (gífurlegu fargi er af mér létt tíhíhhí)

Enda samkvæmt merriam-webster online dicitonary er lemonade drykkur sem gerður er úr sítrónum en ekki límónum:

Main Entry: lem·on·ade
Pronunciation: "le-m&-'nAd
Function: noun: a beverage of sweetened
lemon juice mixed with water

K8

15 Comments:

Anonymous Anonymous said...

sweet jesus,...mikið er eg feginn ad finna manneskju sem sherar skoðunum minum á íslensku máli,...það er i einu orði sagt lang flottast. Stundum finnst manni að það ætti að vera illegal að sletta skyrinu á tungumálið einsog maður eigi það,..ef þú skilur hvað eg meina? það er ekki einsog það sé eitthvað weird ad leiðrétta folk þegar það talar eins og fífl.
Þetta er frábær innlegning í umræðuna og eg segi bara keep up the good work!!

12:29 AM  
Blogger Katrín said...

Já við höldum baráttunni áfram!!.. En p.diddy... who dat?

3:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

maður er bara áhugamaður um svona pure tongue-policy einog þú,... hef sérstaklega gaman af svona alvöru blogg-bösterum sem segja sína meiningu um allt sem máli skiptir. Gríðarlega áhugavert stöff.
Ekki láta deigið síga :)
eða einsog afi sagði " Ekki er kálið sopið þótt beljurnar séu farniar að éta kex "

4:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

þessi gæji er pottþétt bara að fífla og beit ég þá á agnið
!EN!
Þessi endalausa enska sem er að tröllríða þessu blessaða þjóðfélagi er hægt og bítandi að eyða öllum íslenskum orðaforða af okkari og hvað þá komandi kynslóðir. það er svo mikið af fólki sem getur ekki lengur tjáð sig alminnilega án þess að sletta og segja heilu setningarnar á ensku(!!og djöfull fer það í taugarnar á mér!!)
en þegar að maður reynir síðan að snúa þeim við á íslensku þá hljómar það bara asnarlega því við erum orðin svo vön enskunni.(sorglegt)
og kenni ég þessari ógeðslegu "amerísku-væðingu" um
við erum að horfa alltof mikið á e-a heilalausa ameríska lágmenningu sem er að heilaþvo okkar og yngri kynslóðir

Finnst mér að við ættum að talsetja allar nýjar (gæti ekki horft á simpsons á íslensku) myndir og þætti..
einnig að banna ensku slettur í fjölmiðlum..
þeir sem að vilja fá að heyra e-ð á ensku geta bara keypt það sem þeir vilja á dvd.

Þó að mér finnist það frekar hvimleitt oftast að heyra svona talsetningu þá þarf það bara að venjast(sjá evrópu) til þess eins að bjarga íslenskri menningu og tungu sem er okkar gyllti en vanmetni fjársjóður ............

Íslenska þúsund ár


Kv Óli Freyr



p.s ef að það eru stafsetnigarvillur er það útaf því ég var ekkrt að vanda skrifin

11:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

vissi að þetta væri slæmt en ekki svona slæmt missti mig aðeins í bræðinni.. :)

Kv Óli Freyr

11:14 PM  
Blogger Katrín said...

Öllu gamni fylgir einhver alvara... :)

4:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já satt er það. En ertu þá ekkert sammála mér?

6:37 PM  
Blogger Katrín said...

Ég er ekki sammála því að það eigi að talsetja myndir og þætti. Ég þoli ekki að horfa á David Hasselhoff tala spænsku í strandvörðum eða eitthvað því um líkt. Frekar þarf að leggja áherslu á að blanda ekki tungumálum saman, þ.e. að sletta ekki enskunni eins og skyri á íslenska tungu líkt og p.diddy orðaði það. Erlend tungumál og þá sérstaklega enska og spænska eru gríðarlega mikilvæg til að komast af í viðskipta- og alþjóðasamskiptum og auðvitað verða komandi kynslóðir að læra önnur tungumál. Fólk mætti bara taka að sér máleflingu með framleiðslu leikins íslensks sjónvarps- og útvarpsefnis sem hefur það að leiðarljósi að efla íslenskt mál. T.a.m. mætti endurskoða barnaþáttinn "Stundin okkar" alveg frá grunni. Þegar ég var lítil þá var þetta heljarinnar máleflingarþáttur sem lagði rækt við tungu og tjáningu með stafakennslu og söngstundum sem mér fannst mjög skemmtilegt.. svo ætti ekki að talsetja Latabæ- en mér finnst Latibær samt ekki gott sjónvarpsefni.

Vá lengsta comment hingað til.. :)

K8

8:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ok í fyrsta lagi, þá finnst þér það asnarlegt að hlusta á hann tala spænsku því að þú hefur heyrt hann tala ensku áður. Ég skal lofa þér því að frakkar finnist Hasselhoff greyið líka asnarlegur á spænsku eða þá ensku....Ég og félagi minn horfðum á Toy story 2 fyrir nokkrum árum á Íslensku og við veinuðum úr hlátri. Svo núna um daginn þá ætlaði ég að horfa á hana með frænda mínum á ensku og ég verð að segja að ég fílaði hana ekkert eins vel.
þetta er bara það sem þú heyrir fyrst finnst þér eðlilegt.

Í öðrulagi, standa þessar þjóðir sem talsetja allt saman e-ð verr af velli heldur hinar sem kjósa að gera það ekki???

Svo er ég ekkert að segja að komandi kynslóðir eigi ekki að læra önnur tungumál. Auðvitað er það MJÖG mikilvægt en hví geta þau ekki bara lært þau í skólanum??

Samt eins og ég segji þá tæki ég því ekkert fagnandi fyrir mig persónulega ef að það yrði allt talsett vþí að mér sjálfum finnst það líka ömulegt að heyra þetta þegar ég er í útlöndum.
En veit samt að þetta er betra fyrir þjóðina og Íslenska tungu. Því að mér finnst þróuninn vera á okkar gamla tungumáli allt í einu vera svo hröð, það heitir allt e-ð enskt eða þá er bara slett beint fyrir framan nefið á þér og engum finnst neitt athugavert við það.

Og fólk slettir því að það finnst auðveldara að koma setningum frá sér á ensku heldur en á íslensku og það er ekkert hægt að hætta því bara e-ð sísvona... það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja eins og sagt er.
(þekki það af eiginreynslu)

En ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.. gaman að karpast við þig:)
..þarf að þjóta bless bless

P.s hvernig geturu sagt að latibær sé ekki gott sjónvarps efni????

9:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

hehe ég veit alveg að hann talar ekkert spænsku.. hefði mátt vera "heyrt hann á spænsku"

9:35 PM  
Blogger Katrín said...

Jæja Óli, já það er gaman að rökræða en þú verður að passa þig á því að tala ekki í hringi.

1)Þú segir í síðasta kommenti að þú tækir því ekki fagnandi persónulega ef að við myndum fara að talsetja allt efni, en samt sem áður í fyrra kommenti finnst þér að við ættum að talsetja alla nýja þætti og myndir.. þetta er rökleysa.

2)Það er ekki spurning um hvað ég er vön eða ekki vön að heyra.. ef að hreyfingar munnsins og tal passar ekki saman þá fer það í taugarnar á vel flestum og virkar óeðlilegt, gott dæmi um þetta eru illa talsettar íslenska bíómyndir.

3)Þær þjóðir sem talsetja "dubba" myndir standa mun verr að vígi í tungumálakennslu/tungumálanámi en
þær þjóðir sem gera það ekki sökum þess að tungumálanámi farnast best að vera í beinum tengslum við málið sjálft, þ.e. heyra það og sjá hvernig það kemur fyrir í réttu samhengi en ekki í úreltum skólabók sem sýna samhengislaus samtöl t.d. á lestarstöð.

4)Kannski er ástæðan fyrir því að fólk slettir mikið sú að íslenskan er ekki nægilega fjölbreytileg. Það er staðreynd að enska er það mál sem býr yfir flestum orðum í heiminum. Okkur skortir e.t.v. fjölbreytilegri hugtök og orð yfir meiningar okkar. Þetta krefst nýyrðasmíðar og er fólk einfaldlega ekki nógu duglegt við að auka orðaforða sinn eða þá að orð eru óþjál í notkun. Svo er nú komið fyrir mörgum orðum að þau hafa lagast að íslensku beygingakerfi mjög vel og því þá ekki að taka þeim sem góðum og gildum? Hins vegar þarf fólk að leggja rækt við málið og hafa þá samræmi í orðanotkun- og vali sínu.

5)Mér finnst Latibær lélegt efni útaf fjöldamörgum hlutum, tal og mynd passar ekki saman í fyrsta lagi (að sjálfsögðu), hann er óraunverulegur- stelpur eru ekki með bleikt hár bara t.d. og svo eru allir eitthvað aðeins of kátir og ýktir.


Höldum endilega áfram að skiptast á skoðunum,.. ég skora á þig að stofna blogg... :)

K8

11:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

svar við #1.

þú hefur miskilið mig eða þá að ég hafi verið óskýr, en það sem ég meinti að
ég myndi ekki fagna því persónulega,
var að mér finnst auðvitað asnarlegt að horfa á svona talsetningu en held samt að það muni vera íslenskri tungu til góðs. og fyrir hennar sakir ættum við að talsetja alla þætti og myndir.

svar við #2.

Ég átti heima úti Sviss fyrir nokkrum árum og þar er allt "döbbað".
Tók ég samt eftir því að bíóinn sýna bíómyndirnar bæði á ensku og á þýsku og var mér svo sagt að þorri landsmanna þarna sótti frekar á myndinna döbbaða heldur en að horfa á hana á ensku. Sem segir manni hvað?
Hmmm? :)

svar við #3.

Er ég eiginlega bara sammála þér.
Nema kannski að allir vinir mínir í skólanum þarna úti töluðu bara mjög góða ensku.
En meinti ég þó kannski helst líka efnahagslega.

Svar við #4

ok sammála en þegar við búum til nýyrði þá er svo erfitt að byrja nota þau án þess að það sýnist tilgerðarlegt og óþjállt því að við fáum ekki tækifæri til þess að heyra þau notuð, nema þá kannski í e-i íslenskri mynd sem enginn fer að sjá.
Svo segiru:
"Svo er nú komið fyrir mörgum orðum að þau hafa lagast að íslensku beygingakerfi mjög vel og því þá ekki að taka þeim sem góðum og gildum?"
Bara því að ég vill halda íslenskunni hreinni. Sjáðu hvernig þetta er í danmörku og víðar.
En þróunnin er bara svo hröð að ég held að við tækum á þeirri stefnu þá myndum við bara tala e-a ensk-íslensku
og glata fyrir fullt og allt þessu hreina og yndislega tungumáli(sem að bara um 300.000 manns tala) sem að við erum búin að halda hreinu öll þessi ár og útaf hverju? útaf því að bandaríkjamenn eru góðir að gera markaðsvænar bíómyndir...

Svar við #5.

Jájá talsetningin mætti vera betri en ég er alveg vanur henni.
En auðvitað er hann óraunverulegur þetta er barnaþáttur og Þetta er allt saman haft svona órauverulegt því annars held ég að börnin myndu bara vera hrædd.
og þú segir aðeins of ýktir og kátir
(svo að ég hljómi asnarlega) en rannsóknir sýna að fólk verður fyrir sálrænu áreiti frá sjónvarpi og tónlist og er þetta til þess eins að fá krakka til þess að hreyfa sig.
(það eru fullt af góðum hlutum um latabæ sem að ég nenni ekki að telja upp... er of sibbin :O

En já höldum endilega áfram og kannski að ég byrji bara að blogga og hef þá þetta sem fyrsta pistilinn :)

Kv Óli Freyr

2:56 AM  
Blogger fló said...

Thad er aldeilis ad thad er komin hreyfing a thessa sidu! Mer list storvel a thad sem fram fer her, islensk tunga a skilid ad um hana se raett fram og til baka. Heyr, heyr.

3:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Halló larfurinn minn !! Hvað segir Becks gott ? Gengur ekki vel að læra og svona ? ég var svo ánægð þegar ég fann síðuna ykkar og lét ykkur hafa heiðurinn af mínu fyrsta bloggi og fannst ég algjör nútímakona en nei !! ég er greinilega miðaldarkona því bullið endaði á síðu frá 2003 ehemm....
Takk fyrir góða síðu,hún,sígarettan og kókið mitt eru það eina sem vekur mig á morgnana ! en segðu mér einhverjar fréttir að þér ? ps þetta er beggusinn í beinni frá Grand hótel

9:37 AM  
Blogger Katrín said...

Ahhhh... Begga mín! Mikið var YNDISLEGT að heyra (sjá) orðið "larfur" aftur... snilld :) Jú það gengur vel, er á fullu að kenna í vettvangsnámi núna og gengur bara vel. Þú átt alltaf eftir að bjóða okkur stelpunum í heimsókn manstu?;) ...

Láttu í þér heyra og bjóddu bara Óla með líka... væri gaman að sjá framan í manninn sem ég er að rökræða við !

Kveðja og knús... K8

3:53 PM  

Post a Comment

<< Home