Less is more
... og hófsemi er dyggð!
Edduverðlaunin eru í gangi núna. Verðlaun sem veitt eru til heiðurs þeim er vinna að kvikmyndum, tónlist, sjónvarpsþáttum o.s.frv. í þeim geira.
Íslenska Kvikmyndaakademían berst t.a.m. hörðum höndum fyrir því að fá til framleiðslu meira af leiknu íslensku sjónvarpsefni og þáttum ýmsum. Að þeirra sögn er þetta mikilvægt fyrir íslenska menningu sem og að vera atvinnuvegur íslenskra leikara, leikskálda, þáttagerðarmanna o.s.frv. Margt til í því.
Mér finnst Íslenska Kvikmyndaakademían vera að grafa sína eigin gröf með Þorstein Guðmundsson sem kynni. Hann er fyndinn og kaldhæðinn og er það vel, en ekki á stundum sem þessum. Það fer öll fágun fyrir bí þegar húmorinn er á þá leið sem hann var. Mér finnst margt í þessu fyndið en alls ekki allt. Tel ég nokkuð víst að þetta falli misvel í kramið hjá fólki. Einnig held ég að markhópurinn sem fattar EKKI þennan húmor (og Silvíu Nótt) sé mun stærri og er það miður. Aðallega Íslensku Kvikmyndaakademíunnar vegna, þar sem hún berst fyrir trúverðugleika sínum.
Í byrjun Eddunnar var púlsinn tekinn á "rauða dreglinum" eins og sjónvarpsmenn orðuðu sjálfir. Það var þeim kappsmál og aðalmarkmið að taka viðtal við sem flesta og vera ávallt að skipta um viðmælendur. Minnti ögn á illa klippta bíómynd. Svo brydduðu spyrlar uppá bjánahrollsspurningum á borð við "Hverju klæðist þú í kvöld?" og "Hvernig á maður að haga sér í svona boði"?
Auðvitað var margt til sóma, enda ekki að undra þegar svona margt hæfileikaríkt fólk kemur saman. Skemmilegast þótti mér að Crazy Bastard skyldi fá edduna :)
K8
Edduverðlaunin eru í gangi núna. Verðlaun sem veitt eru til heiðurs þeim er vinna að kvikmyndum, tónlist, sjónvarpsþáttum o.s.frv. í þeim geira.
Íslenska Kvikmyndaakademían berst t.a.m. hörðum höndum fyrir því að fá til framleiðslu meira af leiknu íslensku sjónvarpsefni og þáttum ýmsum. Að þeirra sögn er þetta mikilvægt fyrir íslenska menningu sem og að vera atvinnuvegur íslenskra leikara, leikskálda, þáttagerðarmanna o.s.frv. Margt til í því.
Mér finnst Íslenska Kvikmyndaakademían vera að grafa sína eigin gröf með Þorstein Guðmundsson sem kynni. Hann er fyndinn og kaldhæðinn og er það vel, en ekki á stundum sem þessum. Það fer öll fágun fyrir bí þegar húmorinn er á þá leið sem hann var. Mér finnst margt í þessu fyndið en alls ekki allt. Tel ég nokkuð víst að þetta falli misvel í kramið hjá fólki. Einnig held ég að markhópurinn sem fattar EKKI þennan húmor (og Silvíu Nótt) sé mun stærri og er það miður. Aðallega Íslensku Kvikmyndaakademíunnar vegna, þar sem hún berst fyrir trúverðugleika sínum.
Í byrjun Eddunnar var púlsinn tekinn á "rauða dreglinum" eins og sjónvarpsmenn orðuðu sjálfir. Það var þeim kappsmál og aðalmarkmið að taka viðtal við sem flesta og vera ávallt að skipta um viðmælendur. Minnti ögn á illa klippta bíómynd. Svo brydduðu spyrlar uppá bjánahrollsspurningum á borð við "Hverju klæðist þú í kvöld?" og "Hvernig á maður að haga sér í svona boði"?
Auðvitað var margt til sóma, enda ekki að undra þegar svona margt hæfileikaríkt fólk kemur saman. Skemmilegast þótti mér að Crazy Bastard skyldi fá edduna :)
K8
4 Comments:
Ég hef aldrei unnið Edduna - enda lengstum verið í sambandi og lítið þekkt hana þannig séð. Hef heyrt því fleygt að Sæmundur Oddsson hafi hreppt hana.
Annars vildi ég segja að less is more - sérstaklega í andlitsfarðamálum. Bara koma því á framfæri. Sem og í fötum - bara vera í undirfötum - það er nóg!
Fólkið á Edduverðlaununum þorði heldur ekki að kommenta.... ;)
það mátti alveg búast við að myndband sem sýnir svona magnaða dansara skuli hljóta verðlaun,....amk þessi kommentari vill óska þér til hamingju með edduna! :)
kv. B
ég kommenta alltaf eins og vitlaus maður en þú hleypir þeim aldrei í gegn - styður þú ritskoðun???
Post a Comment
<< Home