Sunday, November 20, 2005

Um mikilvægi minnislista

Minnislistar. Jú, þetta er umfjöllunarefnið. Eflaust einhverjir sem hugsa nú "Æ, hver þarf minnislista? Maður notar bara hausinn á sér!".
Rannsóknir benda til þess að ef við skrifum hluti niður þá munum við þá betur. Tek því til stuðnings dæmið um húsmóðurina sem skrifaði "búðarlista" fyrir innkaupaferðina, gleymdi honum svo heima en tókst samt að versla nánast allt sem hún hafði sett á listann.
Einnig benda rannsóknir til að við munum "in chunks of seven"+-2/3 . T.d. þá samanstanda íslensk símanúmer af sjö tölustöfum og til að hringja til íslands frá útlöndum gerum við 00-354 fyrir framan. Við munum þetta.
Alls kyns minnislistar t.d. innkaupalistar eru því þarfaþing eða koma að minnsta kosta að gagni svo lengi sem þeir eru rétt settir upp og hafðir á réttum stað.
Með ofangreindan inngang í huga mæli ég persónulega með að við setjum ekki fleiri en ca 7 atiði á listann +- 2/3 -Til að byrja með.
Svo kemur að forgangsröðun. Til þess að þeir hlutir sem við ætlum okkur að komast yfir gangi greiðlega og sem skjótast fyrir sig er um að gera að staldra við og skoða í hvaða röð best er að raða hlutunum á listann. Þetta er mjög mikilvægt atriði og kemur í veg fyrir tvíverknað hverskonar.
Brýnt er að minnast á staðsetningu minnislistans svo við lendum ekki í sömu vandræðum og hin áðurnefnda húsmóðir. Minnislistar skulu hafðir á þeim stöðum þar sem þeir sjást og gleymast ekki. Af eigin raun þykir mér gott að skrifa minnislista á "post-its" (gulir miðar með límfleti á) og líma hér og þar t.d. á mælaborðið í bílnum. Við notum yfirleitt bílinn við útréttingar og er það því kjörinn staður. Að lokum vil ég minnast á mikilvægi þess að strika yfir þau atrirði sem maður hefur lokið við að gera það kemur í veg fyrir frústrasjón :)
K8

3 Comments:

Blogger jonas said...

Það vantar heimildarlista.

5:37 PM  
Blogger fló said...

Og lykur her med heilraedahorni Katrinar i dag.

A morgun munum vid fjalla um hvernig er best ad halda utan um fjarmal heimilisins!!

Hihihihi... :)

4:42 PM  
Blogger Arni said...

Eins og talað út úr mínu harta. Hef sopið marga fjöruna í glósutæknimálum. Á bækur sem fjalla um hvernig skipuleggja beri lífið á sem bestan hátt. Varðandi aðferðir þá er best að prófa sig áfram og nota það sem hentar manni best, ekki endilega það sama og hjá næsta manni...

3:10 AM  

Post a Comment

<< Home