Wednesday, November 30, 2005

And-varp

Eitt sinn gekk önd inn á bar og spurði barþjóninn: “Áttu kex?” Því svaraði barþjónninn neitandi og fór öndin því. Næsta dag kom öndin aftur á barinn og bar upp sömu bón við barþjóninn:”Áttu kex?” Aftur svaraði barþjónninn neitandi. Þriðja daginn gekk öndin inn á barinn og bar upp sína vanalegu bón: “Áttu kex?” Var nú barþjónninn orðinn heldur gramur í skapi og byrsti sig “Nei, ég á ekki kex og ef þú kemur aftur á morgun þá negli ég gogginn á þér fastan við barborðið!” Þetta virtist ekki fá mikið á öndina og gekk hún sinn veg. Daginn eftir kom öndin aftur á barinn líkt og ekkert hefði í skorist. Gekk hún að barþjóninum og spurði varfærnislega: Áttu nokkuð nagla? Undrunarsvipur kom á barþjóninn og svaraði hann því neitandi. Glöð í bragði sagði því öndin að lokum “Gott! – Áttu þá kex?”.

Þessi brandari er uppáhaldsbrandarinn minn. Annar mjög góður sem var í fyrsta sæti í mörg ár hljóðar svo:

“Einu sinni var andrésblað og það fór að hlæja. Þá fóru allir hinir að hlæja!”

... I guess that was the point in time when the first real crack in the nutshell appeared : )


Máltak dagsins: "Sælir eru einfaldir"

Heimspeki dagsins: Betra er að vera einfaldur heldur en tvöfaldur í roðinu!

K8

6 Comments:

Blogger jonas said...

já en að vera tvöfaldur í tungunni? mín er greinilega klofin... það kannski bara sýnir mitt rétta eðli? hmm... og ég hló meira að andrésarblaðsbrandaranum :D

5:02 PM  
Blogger Katrín said...

Gerir þú þér grein fyrir að akkúrat í dag hefur þú, Jónas H., fundið nýtt samheiti fyrir það að vera tvítyngdur; tunguklofi.
(no.kk.et.)


Being bilingual rules :)

P.s. Ég get brotið tunguna mína í þrennt.. geri aðrir betur!

K8

5:30 PM  
Blogger fló said...

Eeeelskan. :)

OG svo tharf eg ad skrifa fnppdaq til ad mega senda thessa athugasemd a siduna thina. Mer finnst thad frat.

Ast.

5:41 PM  
Blogger Katrín said...

Eeeeeelskan!

Gaman að vita hversu mikð þú leggur á þig til að nálgast mig... ég elska þig alltaf.

Ég þurfti að skrifa "lycaif" til að koma þessu á framfæri.

Kv. -----> ;

5:47 PM  
Blogger jonas said...

hvað er þetta með Jónas H.? Ég kallaði mig það reyndar einu sinni en núna hef ég farið yfir í mun meira kúl nafn, eða bara plain old jónas - með litlu joði til þess að sýna hversu lítillátur ég er...

lqhlm

11:14 PM  
Blogger Katrín said...

Lítillátur maður hefði glaðst yfir nýyrðasmíðinni og ekki gert úlfalda úr mýflugu "j"-ónas :)

K8

5:08 PM  

Post a Comment

<< Home