Monday, February 04, 2008

Lítil Hjartakveðja

Hér kemur kveðja beint frá hjartanu mínu til allra sem er pínulítið kalt í byrjun árs og finnst pínulítið dimmt úti og pínulítið ógnvænlegt að fara á fætur og takast á við daginn. Og þið fáið líka knús, af því það er svo ótrúlega gott að fá knús í svona kulda og myrkri. Alveg fast knús inn að beini. Þið fáið það frá mér. Og ég legg ullarteppi yfir ykkur í huganum og klæði ykkur í dúnsokka og færi ykkur svo heitt súkkulaði, því fáir vita að heitt súkkulaði er fljótandi gull. Ég vil ykkur aðeins það besta. Svo kveiki ég á litlu kertaljósi svo við getum öll saman haft það notalegt í hlýjunni, horft inn í kertalogann og verið þakklát fyrir það sem við eigum.

K8

5 Comments:

Blogger Sigurrós said...

oohh, knús frá mér til þín mín kæra! Það var ljúft að hitta þig um daginn :)

9:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Manni hlýjar bara á að lesa þetta. mmmm heitt súkkulaði er svo sannarlega fljótandi gull!

Aldís:)

11:17 PM  
Blogger Katrín said...

Mmm... fljótandi súkkulaði!! Gaman að sjá ykkur báðar, bumbulína og pönkaradansari!!

Luv u!!

K8

9:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

her er hly hjartarkvedja fra manni sem situr i heita pottinum og horfir a öldur kyrrahafsins lenda a ströndinni vid solsetur. Nu væri litil mus vel thegin.

B.

2:07 AM  
Blogger Katrín said...

Lítilli mús þætti alls ekki leiðinlegt að vera við Kyrrahafið núna og láta þreytu og eymsli líða úr vöðvunum ;) Góða skemmtun!

K8

10:16 PM  

Post a Comment

<< Home