Til Þ.
Þú kveiktir neista, þú fékkst mig til að líta í kringum mig og meta umhverfið, meta skuggana jafnt sem ljósið. Þér tókst að láta mig hlæja að allri þessari vitleysu, öllu bullinu og kexinu. Þú varst eðalkarakter sem gafst allt af þér, bara með einu brosi, blíðlegu augnaráði eða sannleikskorni um lífið og tilveruna. Nú kveð ég þig í dag, samferðamaður minn góði og trausti, sem gekkst með mér lífsins kræklótta stíg stutta stund, takk fyrir öll dýrmætu fræin sem þú gafst mér- ég lofa þér því að vökva þau vel og sjá til þess að þau skjóti traustum rótum og að þau koma til með að blómstra. Ég mun alltaf standa við loforðið sem ég gaf þér. Því geturðu alltaf treyst.
Þín Katrín.
Þín Katrín.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home