Sunday, January 28, 2007

Guðsmenn

Tveir menn komu að máli við mig á Laugaveginum í gær. Þeir spurðu mig hvort þeir mættu biðja fyrir mér til guðs. Þeir voru Hollendingar en höfðu síðast verið á Grænlandi og eru þeir sumsé núna staddir á Íslandi. Ég spurði hvað myndi gerast ef ég tryði ekki á guð. Þeir sögðu að það skipti ekki máli, þeir vildu bara biðja fyrir mér. Ég sagði þeim að þeir mættu biðja fyrir mér ef þeir vildu en að ég þyrfti að fara. Svo fór ég.

Ég veit ekki hvort þeir báðu fyrir mér eða ekki, ég veit bara að það fyrsta sem ég sá í morgun var mynd af þeim aftan á morgunblaðinu- annar með ótrúlega mikið krullað svart hár og hinn með ljóst hár að hoppa.

K8

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hæhæ og gleðilegt ár... hehehe sumir eru furðulegri en aðrir...
endilega kíktu á síðuna hjá mér, komnar nýjar bumbumyndir;)
kveðja ásta

12:05 AM  

Post a Comment

<< Home