Thursday, July 12, 2007

Mótmæli, já takk!!

Í gær leið mér vel. Í gær stóð ég vörð um samfélagslegt íbúalýðræði og strengdi borða þess efnis að ég mótmæli deiliskipulagi því er liggur fyrir um Kársnesið. SKIPULAGSSLYS Á KÁRSNESI, NEI TAKK!!

Ég sé það í hendi mér að senn mun nær öllu Íslandi verða sökkt í tilgangi virkjanna og annarra iðnaðarframkvæmda og vér sem eftir fljótum verðum öll nýir Íslendingar á landfyllingu sem nær svo langt vestur að það verður jafnvel tenging við Grænland. NEI TAKK!!

ÁFRAM MÓTMÆLI!!

K8

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þú ættir að skrifa grein í moggann, gott þetta með landfyllingin: Ísland.

ég er annars að hugsa um að fara til grænlands.

ekj

haltu svo áfram að blogga, logga, plogga, slogga, rogga, fogga, togga, rogga,

12:27 AM  
Blogger fló said...

Já, mér líst ekkert á þessa stefnu að byggja öll þessi háu hús á þessu svæði. Þetta er ekkert nema pólitík og peningasukk, að mínu mati. Þóra, sem keypti sér íbúð á þessu svæði, mun til dæmis missa útsýnið sem hún keypti íbúðina mikið til á ef þetta verður. Er ekki bara hægt að halda áfram framkvæmdum hinu megin? Fólk er nú komið hálfa leið upp í Bláfjöll hvort sem er.

11:08 AM  
Blogger Katrín said...

Ég held ég þurfi að fara út að jogga - það ku vera gott að jogga á landfyllingu, undirlendið er svo mjúkt að það fer ekki illa með hnén; blessuð danshnén :)

8:38 AM  
Blogger Elísabet said...

hvar er meira blogg... nú er að skrúfa frá krananum,... láta flæða heita vatnið...:)

1:43 AM  

Post a Comment

<< Home