Wednesday, December 12, 2007

Nightmare before Christmas

Mig dreymdi mann sem brosti til mín. Svo breyttist brosið og hann tók upp hníf og skar í höfuðið á sér endilangt, fletti því næst af sér höfuðleðrinu svo blóð og heili spýttust út og láku niður andlit hans. Svo næst kom hann á eftir mér með hnífinn og ætlaði að stinga mig. Ég faldi mig bakvið mjög síð og dökk flauelsgluggatjöld, sem náðu frá lofti niður í gólf og gat séð hvernig maðurinn stakk í gluggatjöldin og nálgaðist mig. Þannig magnaðist flótta- og hræðslutilfinningin upp í mér. Ég fann svo hvernig hann margstakk hnífnum í holdið á mér. Það var svona tilfinning um að bráðinni hefði verið náð. Á meðan þessu stóð sá ég líka hvernig risavaxnir geitungar fóru að klekjast út úr veggnum. Búkar þeirra, gulir og sporöskjulaga, með slímuga himnu, þrýstust út úr veggnum og meterslangir fálmararnir, loðnir og mjóir urðu til.

..... Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svooo til...

K8.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jæææææææææææææja, Katrín... :)

11:44 PM  

Post a Comment

<< Home