Friday, November 07, 2008

Holland..

...var vægast sagt áhugavert.

Konunglega skemmti ég mér, fræddist, upplifði, rautt, skoðaði, kynntist betur- ýmsu á meðan dvölinni stóð. Mikið var gott að faðma fast aftur- knús í hjartastöðina er ómetanlegt. Margar borgir- Amsterdam, Arnhem, Haag- vatn og síki, mmm....

Langt lestarferðalag- 12-14 tímar er áhugavert. Fólk er áhugavert. Að eiga samtal við ókunnugan um tilgang lífsins eftir svefnlausa nótt- í klefa sem er með bilaða miðstöð og er í raun fremur gufubað getur verið afar sérstakt. En maður kemst ekki neitt... maður á þetta samtal og þessi manneskja verður hluti af ferðalaginu.

Ljósbleik dögun, með fjólugrárri morgunþoku milli haustlitaðra trjáa... ljósbláir, túrkísbláir litir í bland á himninum líka. Fallegt sjónarspil- og með húðflúraðan rokkara- sessunaut sem spilar motorhead svo hátt í eyrunum á sér að ég heyri það í gegnum tónlistina mína... já, það er ákveðin stemning og ákveðinn sjarmi yfir því.

En tíminn líður hratt- vika liðin af nýrri lotu, nýir kennarar; ný verkefni. Tempus Fugit. Spennandi tímar og nýtt ferðalag á morgun- inn á Austurrískt heimili lengst í Ölpunum í vestri :)

K8

4 Comments:

Blogger Sigurrós said...

ooohhh, þetta hljómar allt svo spennandi.

8:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

amster saknar þín

kv.
ásgeir

2:40 AM  
Blogger Katrín said...

Ég sakna þín!!!!!!!! Þetta var draumur í dós- að hitta ykkur og eiga þennan tíma saman! Sendu mér fréttir af ferðalaginu ykkar um Nederland!

Sakna þín Sigurrós mín- knúsaðu Kára frá mér :)

K8

8:18 PM  
Blogger Tómas Beck said...

Lovejú systir gaman að heyra í þér... kv. Tómas Bróðir

5:24 PM  

Post a Comment

<< Home