Tuesday, October 21, 2008

Kreppunámsmenn

Ég er kreppunámsmaður. Ég er íslenskur námsmaður í námi erlendis þegar íslenskt efnahagslíf hrynur með miklum látum. Aha- I know.

Við erum nokkuð mörg í þessari stöðu, erum líka hjá SÍNE búin að stofna facebook síðu.

Hvað verður um kreppunámsmennina? Hversu margir þurfa að hætta í námi og byrja að vinna fyrir lifibrauðinu sínu hérna í útlandinu? Hverjir snúa aftur heim og hvað verður um þá sem eftir eru á klakanum? Ég velti vöngum yfir því hvernig um þetta verður ritað í sögubókunum eftir nokkur ár.

Maður finnur að sögulegar sviptingar eru í gangi.

Ég á mér samt lakkrísdraum ;)

K8

0 Comments:

Post a Comment

<< Home