Thursday, October 23, 2008

Hug-mynd

Það er svo skrítið með þessa mynd sem maður hefur af hlutum í höfðinu á sér áður en þeir eiga sér stað. Svo byrja hlutirnir að gerast, maður fer á nýja staði og um leið verður til önnur mynd- raunverulega myndin.

Svo er eins og það verði erfitt að rifja upp þessa "for-hugmynd" þegar allt er byrjað að gerast og þegar maður er kominn í aðstæðurnar.

En þegar það tekst að rifja upp "for-hugmyndina" þá fæ ég fyndin kitling í magann, nostalgíu einhvern veginn. Af því svo ER allt bara.

Þetta er eins og að reyna að lýsa bragði sem ég hef aldrei fundið áður- mig skortir lýsingarorð.

K8

0 Comments:

Post a Comment

<< Home