Monday, July 17, 2006

Kennslukonan K8

Jæja....

Þar sem ég skilaði inn ritgerðinni í maí og kláraði blessaðan Kennaraháskólann þá hélt ég síðbúinn fögnuð nú á laugardag. Verð að segja að fögnuðurinn lukkaðist svona líka vel. Vil koma á framfæri þakklæti til ykkar sem komu og heiðruðu mig með nærveru ykkar og gáfuð mér svona líka fallegar gjafir. Þeir sem gáfu mér ekki gjafir fá samt líka þakkir ;) ...

Ég smellti nú af einhverjum myndum og má sjá þær undir hlekknum "mínar sálir".

Það týndi einhver hring heima hjá mér (silfurlitaður með glitrandi steinum) og getur sá hinn sami vitjað hans til mín - Ekki nema að það hafi verið svona leynigjöf sem ég átti að finna við hliðina á vasknum.. spurning... Ég væri alveg til í að eiga þennan hring!

Allavega...
Knús og kossar aftur-

K8

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir síðast...Þetta var geggjað partý hjá þér ;)

12:32 AM  

Post a Comment

<< Home