Friday, July 07, 2006

"Tíminn og sumarið" örljóð eftir K8

Tíminn og sumarið

Sumarið er tíminn-
tíminn er núna og
tíminn er afstæður.

Og sumarið er eins og sekúnda
-fljótt að líða.

En skemmtilegur músarbendill lætur tímann bíða...

K8

Í fagmáli kennara tíðkast að tala um kveikjur. Kveikja er- eins og gefur að skilja- notuð til að kveikja áhuga á einhverju og vekja forvitni nemenda um leið. Svona eins konar aðleiðsla að viðfangsefninu. Ég var í mínu reglulega ljóðavafri um Netheima þegar ég ákvað að googla ljóðið "Tíminn og vatnið" e. Stein Steinarr. Þessi síða kom upp---->

http://starfsfolk.khi.is/salvor/draumar/css/klukka.htm

Ég varð svo hugfangin af músarbendlinum að ég varð að deila þessu með ykkur Netverjum. Þar að auki er "Tíminn og vatnið" skyldulesning fyrir sérhvern íslenskan Netverja. (Ég veit af stafs.villum inni á síðunni þarna en come on þetta er bara aðeins of sniðugur músarbendill). Sælir eru einfaldir.

K8

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vá!!

Ég var alveg dáleidd í margar mínútur.

Merkilega flott. :)

10:31 PM  
Blogger jonas said...

það gerðist ekkert þegar ég fór að skoða þetta...

skrýtið...

hm...

10:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er alveg rosalegur músabendill, ég dáleiddist líka alveg svakalega :oP
p.s. takk fyrir síðast, við rústuðum alveg salsakvöldinu ;)

11:21 PM  
Blogger Katrín said...

Við erum að tala um það að við áttum dansgólfið... frumspor-splumspor... við vorum bara hreint út sagt stórkostlegar. Og þjóðarrétturinn sem var snæddur á VIKIVAKA var alveg að gera góða hluti.

:) K8

5:15 PM  

Post a Comment

<< Home