Monday, May 25, 2009

Fullorðins

Eftir að hafa sigrast á hræðslu minni um að þurfa að skipta margsinnis um lest á sama ferðalaginu og fundist furðulegt að ferðast til annars lands með lest sat ég hugsi síðasta spölin heim. Fimm vikur eftir í skóla um ótilgreindan tíma- svo bara spuni framundan. Rauðvín, bjór, kaffi, ólívur og nú síðast gráðostur mmmm.... quattro formaggio... Já, mér fannst ég bara orðin svolítið fullorðin.

K8

Thursday, May 14, 2009

Allt fram streymir

Þetta er allt að koma- B.A. búin- sýningar framundan um helgina- Ítalía hinu megin við helgina - sumarið hérna megin við Atlantshafið - heimsóknir frá Fróni og víðar á leiðinni- ohh þetta er gottt.
Bráðum stend ég uppúr skólanetinu og fer að spinna sjálf- hlakk hlakk hlakk- sýningar heima í Ágúst, allt í vinnslu - hlakk hlakk, - en núna er líka gott. Mjög gott- nýt núna.

Mér þykir vænt um þennan tíma hér- bráðum sundrast bekkurinn og allir fara í sínar áttir- en þetta var ótrúlega dýrmætt, þakklátt.

Sjáum hvað gerist - það er svo gott að vita ekki.

"Nobody ever lived the life they intended" J. C.

K8