Tuesday, August 30, 2005

Nýyrði sem og önnur skemmtilegheit

Kemur þetta ÞÉR spánskt fyrir sjónir???

-FNUDD
-DAFJÚDDÍ
-JUNN-JUNN
-HOBBLA
-HLULL
-LARFI

Jú-jú ansi skemmtileg yrði sem meðlimir í hljómsveitinni "tvímenningsbandið fló og flítrit og Guðrún má vera með ef hún vill" leggja iðulega sér í munn. Ekki má leyfa slíkum orðatiltækjum og frösum að falla í gleymsku og því skulu þau rituð hér. Svo skemmtilegt var það að C-in alræmdu stunduðu loks öruggar samfarir íklædd leðurhönskunum hennar Pálu á ekki verri stað en Café Oliver. Vakti það svo mikla lukku að fló réði sér ekki fyrir kæti og hin fögru tár streymdu niður vanga hennar vegna hinnar miklu kátínu er orsakaðist af ástarbríma C-anna tveggja. Flítrit litla sýndi ögn meiri staðfestu, glotti út í annað og fékk sér "pez" úr "pez-kallinum" sem fló gaf henni í afmælisgjöf. Einnig bauð flítrit samsætum sínum þetta kvöld upp á "pez"-þvílík gjafmildi. Gestir og gangandi fengu einnig roða í kinnar og brostu okkur til samlætis og yndisauka. C-in eru svona ca. 10 ára gömul og á c-kvarða þá eru þau fyllilega fær um að stunda kynlíf og hafa gert um langa hríð. Öryggið á oddinn- einhvern hlýtur að hafa grætt fúlgur fjár fyrir þann frasa.

K8

Sunday, August 21, 2005

Hausta tekur...


Nú er sumri tekið að halla, laufin farin að gulna og litlu börnin halda í skólana á morgun- ég líka. Skemmtilegir dagar framundan; forfallakennsla í Kársnesskóla- gamla skólanum mínum. Ekki laust við að það færi um mig einkennileg tilfinning sl. fimmtudag er ég sat kennarafund með mínum gömlu kennurum úr barnaskóla- en nú sem þeirra kollegi. Jú, það er deginum ljósara að ég verð ekki yngri úr þessu... sérstaklega ekki í ljósi þeirrar staðreyndar að ég á afmæli á morgun! Smá stelpuboð var haldið í tilefni þessa áfanga sl. föstudag og var það vel. Vil ég þakka þeim þokkadísum innlitið (það voru teknar nokkrar myndir -þær koma inn með tíð og tíma). Að þessari teiti lokinni var nú reyndar haldið í Kaupstaðinn þar sem dansaðir voru dansar og ölið kneyfað, en sökum þess að ég hafði lofað mér í sjálfboðavinnu við tímatöku í Reykjavíkur Maraþoninu var farið heim á siðsamlegum tíma... hver skyldi millitíminn hafa verið? :)

K8