Mig skortir tíma til að lesa það sem mig langar til að lesa. Mig langar ekki til að lesa alltaf skólabækurnar, þó svo að þær séu margar hverjar áhugaverðar og góðar til síns brúks. Ég verslaði fyrir jólin nokkrar bækur á Amazon.com en því miður hef ég ekki getað byrjað á þeim ennþá- einmitt sökum lestrar þessara skólabóka og heimilda fyrir lokaritgerð.
Þessar bækur sem ég fjárfesti í eru t.a.m. "The Ancestor´s Tail e. Richard Dawkins", "The Quantum world" e. Kenneth W. Ford, og svo "The End of Faith- religion, terror and the future of reason" e. Sam Harris. Þessar bækur eru viðbót við BESTU afmælisgjafirnar sem ég hef nokkurn tímann fengið og fékk í sumar en þær fjalla um svipaða hluti. Það voru bækurnar "Einstein´s Universe" e. Nigel Calder, "A Short History of Nearly Everything" e. Bill Bryson og svo "The Whole Shebang" e. Timothy Ferris. Já, eins og sagði- afmælisgjöf sem seint verður toppuð.
En ásamt þessum bókum bíður heill búnki af öðru lesefni sem tengist hinu og þessu sem hugurinn girnist að lesa...
Ég þaf að ráða bót á þessu máli. Ég gæti t.a.m. tekið frá einhvern sérstakan tíma dagsins til að lesa eitthvað sem mig langar til að lesa, svona eins konar quality time með sjálfri mér. EÐA ég get tekið þann pakkann á þetta að drífa allan annan lestur af og gerast enn einhverfari en ég er um þessar mundir. Taka bara eina góða helgi í að drífa allt "nauðsynlegasta námsefnið" yfir og snúa mér svo að hinu. Svo er það þetta með lengingu sólarhringsins, en það er eins og með veðrið... eitthvað sem ég ræð ekki við. Bráðabirgðalausn núna hins vegar er að hætta þessu pári hérna og taka mér bók í hönd.
Ég þarf að pæla aðeins betur í þessu.
K8