What happenend Kal-El?
Ég fer ekki oft í bíó. Ekki lengur. Ég fór rosalega oft í bíó einu sinni. Sá hreinlega allt sem kom á hvíta tjaldið. Nú fer ég sjaldan og reyni þá að vanda valið eftir fremsta megni. Mér brást heldur betur bogalistin nú um daginn þegar ég asnaðist til að láta plata mig á Súperman. Ég ætlaði fyrst ekki að fara, dró seiminn og vildi frekar fara á kaffihús en lét þó til leiðast á endanum. Það er nefnilega orðin regla fremur en undantekning að mönnum mistekst allhrapalega reyni þeir að endurgera svona, að því er segja má "sögulegar", bíómyndir.
Ég hef verið gallharður Súpermanaðdáandi síðan ég man eftir mér. Tók það einstaklega nærri mér þegar Christopher lamaðist og ég gerði mér grein fyrir því þegar kappinn féll af hestbaki að ég hafði alltaf haldið að ekkert gæti skaðað hann ... well, nema að sjálfsögðu krypton.
Ég hef ekki séð jafnvonda mynd í mjög langan tíma. Því miður. Er ég sannfærð um að Christopher Reeve myndi snúa sér marga hringi í gröf sinni sæi hann myndina- þ.e. gæti hann það. Meira að segja Kevin Spacey- sem ég hef verið laumulega skotin í í mörg ár- olli mér vonbrigðum. Hvað var svo málið með nýju hönnunina á búningnum? Bjánahrollur.
K8
Ég hef verið gallharður Súpermanaðdáandi síðan ég man eftir mér. Tók það einstaklega nærri mér þegar Christopher lamaðist og ég gerði mér grein fyrir því þegar kappinn féll af hestbaki að ég hafði alltaf haldið að ekkert gæti skaðað hann ... well, nema að sjálfsögðu krypton.
Ég hef ekki séð jafnvonda mynd í mjög langan tíma. Því miður. Er ég sannfærð um að Christopher Reeve myndi snúa sér marga hringi í gröf sinni sæi hann myndina- þ.e. gæti hann það. Meira að segja Kevin Spacey- sem ég hef verið laumulega skotin í í mörg ár- olli mér vonbrigðum. Hvað var svo málið með nýju hönnunina á búningnum? Bjánahrollur.
K8
1 Comments:
Neiiiiii!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ekki fara!!!! Yes! Mér tókst að bjarga einni sálu þó svo að Súperman geti e.t.v. bjargað öllum heiminum!
K8
Post a Comment
<< Home