Thursday, December 04, 2008

Where is your dynamite?

Það verður að finna sprengikraftinn í þessu öllu saman og hann kemur frá rótunum, frá jörðinni!!!

WHERE IS YOUR DYNAMITE KATARINA DAGMARA?

Explósíft efni maður lifandi. Drifkrafturinn að öllu saman.

K8

Monday, December 01, 2008

Í dag- hér og nú

Í dag fékk ég tölvupóst - án efa einn magnaðasti tölvupóstur sem ég hef fengið. Ég ætla ekki að stroka út- ég ætla að skrifa þessa færslu- hér og nú- bara skrifa, bara byrja, framkvæma, lifa- það er ekki hægt að slá því á frest. Það er hér og nú. Takk Sigurrós mín.

Ég á góða vini, og ég elska vini mína- margir eru langt í burtu, nýir vinir hafa líka komið inn- endalaust flæði á tilverunni.

Á hverjum degi er gott að tileinka sér að gera a.m.k. einn hlut sem þú óttast- mæta óttanum og sjá hvað felst í þessum gjörðum.. jafnvel að vakna og sjóða brokkólí- og sjá hvað gerist.

Ég er þakklát.. ég er hér og nú.

K8