Saturday, July 29, 2006

Góður dagur

Eyddi deginum með sjálfri mér. Ekki átt jafngóðan dag í laaangan tíma. Gerði allt sem bara MIG langaði til að gera. Mæli með því að eyða degi endrum og sinnum einn með sjálfum sér og gera allt sem bara mann sjálfan langar að gera.

Fór í Þjóðmenningarhúsið, Listasafn Íslands og út í Gróttu að skoða listasýninguna þar sem heitir Eiland. Virkilega gaman að fara þarna út í Gróttu (er samt bara opið þegar það er fjara). Fer nokkuð oft út í Gróttu en fór í fyrsta skipti upp í vitann og út á þakið á honum. Mögnuð tilfinning. Ekki spillti fyrir að einn af bestu vinum mínum- Snæfellsjökull- skartaði sínu fegursta. Keypti mér líka nýjasta blaðið af National Geographic. Sumsé; virkilega góður og endurnærandi dagur.

K8

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

maður verður bara abbó :)
svona góðir dagar eru sjaldgæfir. þyrfti oftar að gefa sjálfum sér tíma í þetta.

kv, B.

2:11 AM  
Blogger Katrín said...

Kíktu endilega á Eiland í góðu veðri, þú kynnir að meta það.

K8

5:46 PM  
Blogger jonas said...

já mér var boðið á eiland. komst ekki. enda erlendis.

8:24 AM  
Blogger Katrín said...

Ei á landi. Ei á eilandi. Samt á ey :) Hehe.. I´m just having one of those moments. Steypa - svo mikil st-EI-nst-EY-pa.

K8

2:57 PM  

Post a Comment

<< Home