Tuesday, July 25, 2006

Hugarflug mávans

Hugurinn hefur hugsað mikið að undanförnu. Allt og ekkert. Ekkert og allt. Tími- tímaleysi- endaleysi-andaleysi- andlaus- laus við endur... blessaður mávurinn. Arrg. Kannski er þetta honum að kenna... þ.e. eirðarleysið. Mávurinn böggar Katrínu jafnmikið og Gísla Martein. Nei, annars get ég ekki sagt það. Hefur reyndar alltaf þótt mávurinn frekar snyrtilegur og stílhreinn fugl. Hann hefur svona "beitta" eða "skarpa" ásjónu. Og er hreinn. Aldrei skítugur. Ég hugsa að ég fari allavega ekki að beita mér fyrir útrýmingu hans í bráð. Er mávur með f-i eða v-i var ein pælingin..

Spurningakönnun var í Blaðinu um daginn og var hún á þá leið hvort mávurinn hefði verið að angra landann. Flestir virðast lifa í sátt og samlyndi við mávann (með f-i eða v-i). Ég velktist mikið í vafa um þetta með f-ið eða v-ið... það stakk eitthvað í augun á mér að þetta skyldi skrifað með v-i. Mér líkar ágætlega við mása blessaðan eins og fram hefur komið. En ég var ekki með orðabók við höndina svo ég gat ekki flett þessu upp. Ég var heldur ekki með tölvuna svo ég gat ekki googlað þetta- blessað googlið. Endalaust sem maður getur googlað. En nú er ég bæði með orðabók og google. Geri ég nú hlé líkt og títt er gert í sjónvarpsdagskránni til að fólk geti undirbúið sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið með Glitni.

Mávur með v-i. Þá veit ég það framvegis. Tók mig u.þ.b. mínútu. Gæti komið að notum einhvern tímann, eins og þeir segja þá er þekking víst alltaf til góðs.

Eirð í bili.

K8

0 Comments:

Post a Comment

<< Home