Sunday, October 22, 2006

The Ultimate Conclusion

Eftir að hafa eytt helginni í að skrifa ritgerð sem olli mér miklum heilabrotum hef ég loksins komist að hinni endanlegu niðurstöðu:

það er eiginlega niðurstaðan að ekki sé til nein sérstök niðurstaða og að hún sé ávallt breytileg eftir því undir hvaða skilyrðum atburðir eiga sér stað og skilyrðin ráðast aftur á móti alltaf af tilviljunum.

K8

Saturday, October 21, 2006

Dans á þyrnirósum?


Brunablöðrur, opin sár, blóðneglur, brotnar neglur, kjötflyksur, marblettir, beyglaðar tásur útaf táskóm í gegnum árin, bólgnar tásur, þroti, bjúgur, sviti, skítur. Fæturnir mínir- ég. Gólfið var sumsé blóðgað á síðustu æfingu. Og þetta er ástandið ofan á ristunum- ég vil minna á að það eru iljarnar sem eru í stöðugri snertingu við gólfið og verða því fyrir meira álagi. Svo er þetta einungis brot af líkamanum á mér. Eftir eru allir hinir staðirnir, bakið, mjaðmir, hryggurinn, axlirnar, lófarnir, olnbogar, hné, ökklar sem fá nákvæmlega sömu útreið á hverjum degi í skólanum. Ég taldi þessa mynd nægilega lýsandi en ég hef semsagt tekið mér á hendur skemmtilegt og spennandi verkefni sem lýkur ekki fyrr en í vor. Embrace the pain Katrín, make use of the pain. Stundum verður maður bara að taka Pollýönu á þetta. Svo hefur orðið "fótsnyrting" öðlast algerlega nýja merkingu fyrir mér. Spurning hvort það taki því að fara- það er alltaf sama harkan og það koma bara nýjar blöðrur á morgun.

Lífið er ekki alltaf dans á rósum, stundum er það bara hardcore dans á hörðum gólfdúk sem brennir þig og svíður... en það er og verður alltaf dans:)

K8

Saturday, October 14, 2006

Erfið fæðing

Rrrrrrrrrrrrreeeeeeeeeeeeeemmmmmbbbbbbbbbbbbbbbaaaast .... ég er að reeeeeemmmbbbbbaaaaaaaaassssssssstttttttt....... púff púff púff..... það eru komnir ellefu sentímetrar í útvíkkun á hjá mér... stanslausar hríðir... búin að bruna margoft upp á spítalann l'hospital de blogger en þegar ég er komin hingað segja heilasellulæknarnir mér að tíminn sé ekki kominn ennþá. Þeir segja að orðið sé ekki tilbúið inni í mér til að fæðast inn í Netheima- þeir segja mér að það sé er ekki hægt að þvinga út orð. Ég trúi þeim og því ætla ég að hætta að rembast. Þá er ég viss um að ekki bara eitt orð fæðist... heldur muni heill orðaflaumur streyma útúr mér.

K8