Skóli
Ég geng í skólann, 15 mínútur hvora leið, á hverjum degi. Ég hlusta á I-pod á leiðinni, yfirleitt í íslenskri lopapeysu og strigaskóm. Þetta er greið leið- í raun sama gatan og ég bý í, nema hún skiptir um nafn miðja vegu. Já svona Kópavogsbraut-Kársnesbraut.
Á leiðinni geng ég framhjá manni sem brosir alltaf jafnblítt (hann er auglýsingaskilti í raunstærð og mér finnst hann alltaf vera alvöru manneskja). Ég býð honum góðan daginn í huganum. Ég fer framhjá nammibúð, nokkrum matvörubúðum, pizza-og kebabstöðum á leiðinni. Líka Ford-bifvélaverkstæði og verslun sem selur dýnur sem eru hannaðar fyrir MINN líkama. Svo þarf ég að ganga upp nokkrar tröppur og þá verður á vegi mínum stórt líkneski af Kristi á krossinum og hinum mönnunum- Ég þarf að taka mynd og setja þá félaga hérna inn.
Mér finnst gott að labba þessa leið- bæði til og frá, gefst tími til að hugsa á meðan.
Ég er í stórum bekk, við erum 25. Ég var í 5 manna bekk í LHÍ. Í bekknum er fólk frá Þýskalandi, Austurríki, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Danmörku, Slóveníu, Belgíu, Króatíu, Ísrael, Tyrklandi, Spáni - þannig að við segjum bara ........ÁFRAM ÍSLAND! Líður reyndar svolítið eins og mjög stoltum fánabera sem gengur fyrir hönd sinnar þjóðar í fyrsta skipti inn á leikvang. Skólinn er stór- stúdíóin góð og mér líkar vel í tímunum. Það er gaman að vera í kringum svona marga einstaklinga frá ólíkum þjóðum. Og þetta verður mikil vinna, ég stefni á að fá sem mest út úr náminu og tímanum hérna. Ég er með minn skáp í skólanum og yoga dýnu- ég geymi líka ullarsokka í skápnum. Ég ætla að hengja upp eitthvað inni í skápnum- íslenskt já takk eitthvað.
Svo þarf ég að smyrja nestið mitt á kvöldin og gera það tilbúið, fá mér gott að borða og knúsa mig sjálf. Ég held ég sakni þess mest að fá fast knús eftir langan dag. En það lærist smám saman að knúsa sig sjálfur eins og allt annað. Ég tek bara einn dag í einu, einn dag í senn- í sátt við guð og menn ;)
K8.
Á leiðinni geng ég framhjá manni sem brosir alltaf jafnblítt (hann er auglýsingaskilti í raunstærð og mér finnst hann alltaf vera alvöru manneskja). Ég býð honum góðan daginn í huganum. Ég fer framhjá nammibúð, nokkrum matvörubúðum, pizza-og kebabstöðum á leiðinni. Líka Ford-bifvélaverkstæði og verslun sem selur dýnur sem eru hannaðar fyrir MINN líkama. Svo þarf ég að ganga upp nokkrar tröppur og þá verður á vegi mínum stórt líkneski af Kristi á krossinum og hinum mönnunum- Ég þarf að taka mynd og setja þá félaga hérna inn.
Mér finnst gott að labba þessa leið- bæði til og frá, gefst tími til að hugsa á meðan.
Ég er í stórum bekk, við erum 25. Ég var í 5 manna bekk í LHÍ. Í bekknum er fólk frá Þýskalandi, Austurríki, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Danmörku, Slóveníu, Belgíu, Króatíu, Ísrael, Tyrklandi, Spáni - þannig að við segjum bara ........ÁFRAM ÍSLAND! Líður reyndar svolítið eins og mjög stoltum fánabera sem gengur fyrir hönd sinnar þjóðar í fyrsta skipti inn á leikvang. Skólinn er stór- stúdíóin góð og mér líkar vel í tímunum. Það er gaman að vera í kringum svona marga einstaklinga frá ólíkum þjóðum. Og þetta verður mikil vinna, ég stefni á að fá sem mest út úr náminu og tímanum hérna. Ég er með minn skáp í skólanum og yoga dýnu- ég geymi líka ullarsokka í skápnum. Ég ætla að hengja upp eitthvað inni í skápnum- íslenskt já takk eitthvað.
Svo þarf ég að smyrja nestið mitt á kvöldin og gera það tilbúið, fá mér gott að borða og knúsa mig sjálf. Ég held ég sakni þess mest að fá fast knús eftir langan dag. En það lærist smám saman að knúsa sig sjálfur eins og allt annað. Ég tek bara einn dag í einu, einn dag í senn- í sátt við guð og menn ;)
K8.