Monday, December 12, 2005

Skapar fegurðin hamingjuna?

Gott lag eftir Bubba en líka góð spurning. Ég sé mig knúna til að skrifa örlítinn pistil um þetta sökum nokkurra þátta t.d. komments frá Óla, viðræðna við Hrefnu klippikonu, skrifa Árna Georgssonar og svo má ekki gleyma því að Ísland er enn á ný orðið bezt í heimi- nú aftur í fegurð.

Óli sagði að ég muni sjá eftir því að fá mér ekki teina. Hrefna klippikonan mín sagði mér að þetta væri góð ákvörðun og mitt bros- skakkt/ekki skakkt- væri bara Katrín. Árni kemur svo með þann pólinn í hæðina að það vanti í raun að skilgreina keppnisgreinina sjálfa í fegurðarsamkeppnum-þ.e. í hverju er fegurðin mæld?

Ég er í sjálfu sér fygjandi lýtaaðgerðum ef að fólki líður virkilega illa með sjálft sig og telur hamingju sína beinlínis standa og falla með því hvort það fái sér stærri brjóst, þrýstnari varir, fitusog hér og þar, taki nokkra augnpoka og strekki svo kannski smá á andlitinu. Ég tel þó afar ólíklegt að hamingja fólks standi og falli með slíkum hlutum og vona innilega að ég hafi rétt fyrir mér. Maður verður kannski aldrei fullkomlega sáttur við sjálfan sig en ég tel að rót vandans liggi oft dýpra og að það þurfi nú aðeins að taka til í draslinu innan í manni áður en maður fer að leggjast undir hnífinn. Eins og gott máltak segir "Hamingjan kemur innan frá". Nú hugsa eflaust margir (hohoho- þetta er nú bara það sem ljóta fólkið segir-hohoho).

Er það samt nokkuð? Við tökum eftir því hvort fólk hefur útgeislun eða ekki- hvort það brosir eða hlær og hvort það er nokkuð sátt við sjálft sig. Í kringum svona fólk líður mér vel og þá spái ég ekki mikið hvort að manneskjan sé með skakkt eða þráðbeint bros, bólur eða slétta húð, skítugt eða hreint hár o.s.frv. Það er heildin sem skiptir máli og hvaða mann fólkið hefur að geyma. Þetta er svona fólk sem virðist allavega vera nokkuð sátt við sjálft sig og það lýsir yfirleitt upp herbergið sem það kemur inn í. Hef ég verið svo heppin að fá að þekkja fullt af slíku fólki.

Því spyr ég á ný:

Skapar fegurðin hamingjuna?

K8

2 Comments:

Blogger jonas said...

að vinna í garðinum sínum skapar hamingjuna. hinsvegar getur þessi garður verið hvað sem er. hann gæti verið útlit þitt, innræti þitt, garðurinn þinn, íbúðin þín, bíllinn þinn, vinnan þín eða hvað það sem heldur þér uppteknum og áhugasömum/samri. þannig að fegurðin getur skapað hamingjuna á þann veg.

síðan er líka hægt að njóta fallegra hluta. fara á listasafn, bílasýningar, horfa á góðar bíómyndir, hlusta á góða tónlist og labba niður laugaveginn og dást að fegurð íslensks kvenfólks. að njóta fegurðar lætur manni líða vel þannig að fegurð getur einnig stuðlað að hamingju á þann hátt.

semsagt, fegurð getur stuðlað að hamingju. hvort sem er fyrir þann sem stundar hana eða þann sem nýtur hennar.

von er á fegurðarsamkeppnarökum bráðlega...

11:44 AM  
Blogger Katrín said...

Mér þykir einstaklega gaman að sjá hversu ötull þú ert við tiltektir og vinnu ýmis konar. Einnig gleður mitt hjarta að sjá hversu menningarlegur þú ert....

Hvort sem menningarviðburðir, garðvinna eða fegurð skapa hamingjuna, þá er eitt víst;

Skemmtileg komment frá Jónasi skapa hamingju!

K8

12:29 PM  

Post a Comment

<< Home