Monday, January 30, 2006

Nýr dagur- ný tækifæri

Give a little bit
Give a little bit of your love to me
Give a little bit
I'll give a little bit of my love to you
There's so much that we need to share
So send a smile and show you care

Þessi texti að ofan er brot úr gömlu lagi e. Supertramp sem VISA hefur notað í nýlegri auglýsingu sem ber slagorðið Nýr dagur- ný tækifæri... Þetta er góð auglýsing.

Já í dag var svona dagur, - svona dagur þar sem maður veit að maður er kominn yfir erfiðasta hjallann í einhverju verkefni sem maður hefur tekið sér fyrir hendur. Þessi dagur var bjartur og hlýr í Reykjavík, blár himinn og sólin skein í heiði. Ég skellti mér í sund og það var notalegt. Nú er kominn sá tími að fólk fer að bera kroppana sína í sundlaugunum og verður útitekið. Sól fer hækkandi á lofti og brosin verða breiðari á andlitum almennings. Já- þetta kallast jákvæðni.
Vorboðinn ljúfi og besta vinkona mín, flugan, var ekki langt undan og lenti næstum á vatnsborðinu í 8-pottinum í Árbæjarsundlauginni. Ég hefði bjargað henni.

Það er þessi lykt úti núna... þessi vorlykt. Hún er samblanda af mold og einhvers konar gróðurlykt. Ólýkt haustlyktinni sem getur verið skelfandi og kvíðavaldandi, og svo vetrarlyktinni sem getur verið ótrúlega frískandi á sinn kalda hátt, þá er vorlyktin hlý. Hún er hlý og ber með sér eftirvæntingu. Eftirvæntingu þess að fá að hoppa og skoppa út í sumarið eftir að vissum áfanga hefur verið náð. Í dag fylltist ég þessari eftirvæntingu á leið niður Ártúnsbrekkuna að sundferðinni lokinni. Hún kætti mig. Og ég brosti........ :)

K8

Friday, January 20, 2006

Varnarleysi



K8

Tuesday, January 17, 2006

Svarið

´
P= 16
L=12
U=21

Plu 161221 :)

K8

Monday, January 16, 2006

Er bóklaus maður blindur?

Miklar bókapælingar í gangi. Bækur eru til margs nýtar. Skólabækur, matreiðslubækur, orðabækur, sjálfshjálparbækur, handbækur um hitt og þetta, kortabækur, listabækur, bla bla bla bla bla... alls konar bækur semsagt.

Mikið hefur verið rætt um að bókin eigi sér ekki lengur það örugga sæti sem hún átti vegna netvæðingar og annarrar miðlunar. Það er ekki sambærilegt að taka sér bók í hönd eða vafra um á netinu. Bókin er miklu persónulegri, þú hlakkar jafnvel til að koma heim til hennar á kvöldin og hverfa á vit ævintýranna þar sem síðast var frá horfið.

Ég vil aðeins beina sjónum mínum að skólabókunum. Jújú við stúdentar þekkjum þetta. Alltaf þurfum við að punga út fyrir nýjum og nýjum bókum og alllar eiga þessar bækur það sameiginlegt að vera afskaplega EIGULEGAR.

Eina bók á ég sem mér finnst afskaplega ó-eiguleg. Samt hef ég ákveðið að eiga hana. Hún minnir mig á það hversu mikil eyðing regnskóganna raunverulega er og eins hversu skeytingarlaust fólk er um náttúruna- það er gott að láta minna sig á það stöku sinnum. Sumum þykir eflaust þessi bók afskaplega eiguleg og eyða miklum tíma í að finna í henni svör við hinum ýmsu lífsins ráðgátum og vangaveltum. Enda heitir bókin ekkert annað en BÓKIN MEÐ SVÖRIN.

Bók þessi er allþykk og er aðeins eitt orð/ein setning á hverri blaðsíðu og þá aðeins öðrum megin blaðsíðunnar. Þessi orð eru smáorð á borð við "Já", "Nei, "Kannski", "Reyndu aftur " o.s.frv. Aftan á bókinni eru svo leiðbeiningar sem eru til þess fallnar að beina rétta svarinu til manns.
Maður á að hugsa stíft um spurninguna í einhverjar sekúndur og strjúka blaðsíðunum í leiðinni, svo á maður að finna stað til að opna á þar sem svarið við lífsins spurningum blasir við manni.

Þessi bók hefur greinilega fallið í góðan jarðveg því nú nýverið kom út bók í sama flokki og nefnist hún BÓKIN MEÐ SVÖRIN-UM ÁSTINA...

"Blindur er bóklaus maður".... en er bóklaus maður blindur ef BÆKURNAR MEÐ SVÖRIN eiga í hlut?

K8

Sunday, January 15, 2006

Kynjafræði





Núna er ég í kynjafræði í skólanum. Það er gaman og myndast heitar umræður. Gaman að velta þessu fyrir sér. Karlrembur/kvenrembur- e.t.v. umdeilanlegt mál. Issss, það skiptir ekki öllu. EN, þetta að ofan er fyndið- það er EKKI umdeilanlegt :)

K8

Sunday, January 08, 2006

Plu

Segir allt sem segja þarf.

K8

Saturday, January 07, 2006

Bros :)

Verðum við ekki að brosa framan í lífið þó það sé grátbroslegt á köflum?


http://www.julli.is/andlmal/ambros.htm

Heimspeki dagsins: Eitt bros gegnum tölvu á laugardagskvöldi og þú brosir á móti :)

K8

Thursday, January 05, 2006

Back to reality

Gleðilegt nýtt ár netverjar góðir!

Það er ekki laust við að kvíði og tómleikatilfinning taki við eftir hátíðarnar þegar tengslin við raunveruleikann eru óumflýjanleg staðreynd. Ekki fleiri steikur og konfektmolar... o nei nei o svei svei. Annars voru þetta bara ágætis jól. Svaf, borðaði, át, glápti og las. Undantekning þessara jóla var þó að ég djammaði ekki neitt. Well, ég varð tipsy á gamlárs en var komin heim kl. 5. Sumir myndi kalla þetta lélega frammistöðu miðað við aldur og fyrri störf :)

Strax á mánudag verða farfuglarnir flognir til að freysta gæfunnar í Landi Tækifæranna sem og í Tjallalandi. Þeirra mun verða sárt saknað. En samt sem áður tekur nú við ansi stíft prógramm sem ætti að halda mér upptekinni. Hinn yndislegi dans hefst á mánudaginn, líka skólinn. Hann er ekki alveg jafnyndislegur en núna er þó endaspretturinn formlega hafinn: B.ed.-ritgerð komin í gang.

Tvær heimildamyndir vöktu athygli mína nú á dögunum. Önnur þeirra var um tvær gamlar konur sem voru 101 & 106 ára og höfðu ávallt lifað reglusömu og skynsömu lífi. Þær höfðu stundað heilbrigða hreyfingu alla sína tíð og hlupu enn upp og niður stigann í húsakynnum sínum. Ánægð með þær.

Hin heimildarmyndin var um íslenskt/ástralskt danspar, Karen og Adam, sem hafa unnið til ótal verðlauna á starfsferli sínum sem sakvæmisdansarar.
Ég varð svo uppnumin af seiðandi latin dönsum þeirra sem og tignarlegum ballroom dönsum að í gær hringdi ég í dansskóla og ætlaði að skrá mig í samkvæmisdans. Ég tjáði konunni að ég hefði æft samkvæmisdans sem barn og kynni nú "frumsporin" í þeim flestum og langaði bara að fara í svona "hobby-sport" hóp. Þá kom spurningin sem ég óttaðist.... "En herrann, hvað kann hann?". Ég þurfti þá að segja henni að dansherrann hefði ég engan og spurði hvort það væri nauðsyn að hafa einn slíkan. Hún sagði svo vera. "Við getum náttúrulega reynt að útvega þér herra, með því að skoða hæð og kunnáttu, og svo hvernig þið passið í dansinum.... -svo kom með áherslu- En það er að sjálfsögðu bara með "danspartner" í huga... (fliss)"
Mér fannst þetta nú reyndar bara frekar kómískt. Það var eins og það væri alveg klárt mál að hefði ég ekki danspartner þá ætti ég ekki kærasta. A lose/lose situation there:)
Að loku við fundum þó út tíma sem passaði inn í skólastundatöfluna og hina dansstundatöfluna þannig að frá og með næstu viku æfi ég salsa & mambo þar sem ekki er skylda að hafa "partner" :)

Well; So long and thanks for all the fish....

K8